Miskunnarvottur

Það fór aldrei svo að mannræningjarnir sýndu ekki miskunn. Undarlegt, eða hvað hve menn annars leggjast lágt í baráttunni fyrir sínum málstað?. Mannskepnan er versta skepna jarðar, þegar því er að skipta. Nígería með öll sín auðæfi og alla sína misskiptingu, er sennilega eitt hróplegasta dæmi veraldar um djöfulskap vestrænna "gilda" sem ganga út á það eitt að mergsjúga olíu úr jörð, "no matter what". Látum þjóðum blæða, hefjum innrásir, fjarlægjum þjóðhöfðingja,.......og svo framvegis. Bara ef við fáum olíu. Síðan skilur enginn neitt í neinu að þeir sem fyrir barðinu verða í þessum löndum, skuli grípa til óyndisúrræða sem þessara, að ræna barni. Endalaust fjallað um afleiðingarnar, en enginn spáir í orsökina. Vantar ekki eitthvað í jöfnuna? 
mbl.is Þriggja ára stúlku sleppt í Nígeríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnar Geirdal

Maðurinn er eina skepna jarðar í versta skilning orðsins, við erum vondi kallinn undir rúminu og í skápnum.

 En það er satt hjá þér það sem þú ert að segja, við verðum að spurja meira um orsökina. Og klárlega er orsökin þarna stéttaskipting og misskipting auðæfa og græðgi valda mikilla manna en er það ekki líka það sem hinn yndislegi kapítalismi byður af okkur ? 

Unnar Geirdal, 9.7.2007 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband