15.6.2007 | 14:24
Nýja "Bíafralínan" frá Victoríu.
Skelfing er að sjá blessaða konuna. Þegar höfuðið er orðið breiðara en mjaðmirnar (eða svona hér um bil) hlýtur eitthvað að vera öðruvísi en það á að vera. Svo er þessi endemis della auglýst sem nýjasta nýtt og fjölmiðlar halda varla vatni af æsingi. Ófögnuðurinn, ruglið og þvælan sem þessu fylgir síðan látinn bylja á ungum stúlkum og konum sem, síðan því miður allt of margar, svelta sig og píska til að geta troðið sér í þessar örbrækur. Sennilega ekki meira efni í einni svona brók en sem nemur efni í aðra skálmina á venjulegri brók(Nema náttúrulega í USA, þar sem þyrfti sennilega dúsín). Það getur varla farið mikið fyrir stuttbuxum í þessari nýju "Bíafralínu" hennar Victoríu blessaðrar, en hvað veit ég um þetta svosem. Ég er bara tuðari.
Viktoría frumsýnir fyrstu gallabuxnalínuna sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef að efnismagnið á að ráða þá hljóta þær að vera helmingi ódýrari.
Kær kveðja úr Kvosinni.
Karl Tómasson, 15.6.2007 kl. 23:03
Frískandi þetta viðhorf þitt í þeirri heróínútlitstiskudýrkunartíð.
Marta B Helgadóttir, 16.6.2007 kl. 17:36
svona fer frægðin með okkur.. skil ekki fólk sem vill vera frægt... þær fara nú flestar svona konurnar úr þeirri deild.. enda með risahaus..
Björg F (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.