Skuggahverfisslysið.

Það verður greinilega ekki gefins að búa í þessum spírum, sem ein af annari koma til með útrýma öllu útsýni frá byggðinni sem stendur ofar í brekkunni. Skapa auk þess einhverja verstu ásýnd sem hægt er að ímynda sér af strandlengjunni. Gríðarlega vandað húsnæði segja þeir sem eru að selja og sjálfsagt ekki vafi á því. Það sést til að mynda mjög vel á klæðningunni utan á húsunum sem þegar eru risin. Sennilega "færanleg" klæðning eða eitthvað ámóta. Vonandi að innvolsið hangi betur á sínum stað. Þetta er kannski ekki beint spurningin um arkitektúrinn sem slíkan, heldur miklu frekar skipulagið. Þar hefur eitthvað farið illa úrskeiðis. Það, að þessir turnar skuli verða byggðir neðst meðfram Skúlagötunni, er ekkert minna en umhverfisslys aldarinnar í Reykjvavík. Hvernig ætli gangi síðan að selja húsnæðið sem ofar stendur í brekkunni og kemur til með að vera í skugga meira og minna allt árið um kring, auk þess sem íbúar sjá aldrei annað en veggi næstu húsa. Má vel vera að ákafinn í að komast í "101" sé orðinn slíkur að fólk sé jafnvel tilbúið að hýrast í þeim nýju "bakhúsum" sem þessu umhverfis og skipulagsslysi fylgir. Hverfið er í raun orðið að algeru skuggahverfi af verstu gerð og skelfilegt að horfa uppá þetta. Skuggahverfisslysið er því miður staðreynd og sennilega fátt sem stöðvar þessa hörmung héðan af. Aumingja fólkið sem býr þarna umhverfis. Nýbúum hverfisins, neðan við 230 milljón króna hæðarpunktinn, óska ég alls hins besta og vona að sólarleysið komi ekki að sök um ókomin ár.       


mbl.is Dýrasta íbúðin á 230 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Halldór.

Ég verð nú að segja eins og er að ég fíla nú alltaf svolítið háar byggingar, það er eitthvað spennandi við þær í mínum huga.

Reyndar kann ég vel að meta áhyggjur þínar af þeim sem koma til með að búa í skugga þeirra. Það er spurning hvort að það væri ekki rétt að hafa skuggalega litla vexti á íbúðalánum sem fylgja þeim.

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Kvosinni.

Karl Tómasson, 12.6.2007 kl. 20:00

2 identicon

þá er bara að byrja að safna.. væri alveg til í að kaupa mér þessa íbúð.. svona þegar mig langar til þess að fá frí frá Óðalssveitasetrinu mínu sem ég ætla líka að kaupa mér.. en því mun fylgja  veiðiréttur að bestu laxveiðiá landsins, stór fallegur skógur og hestabúgarður... já og tennisvöllur.. jam..  Penthouse i bænum og Slott út í sveit.. ahhh.. þvílík glæsiframtíð..

Björg F (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband