Fáránleikinn fullkomnaður.

 Þegar maður hélt að hatur borgarstjórnar á bifreiðum hefði náð hámarki, klikkja þessir bjálfar út með þessu eindemis rugli.

 Hinsvegar götunnar stendur ein fegursta bygging landsins, Hótel Borg. Gestir hótelsins vil ég leyfa mér að álíta, ferðast trauðla flestir um borgina og nágrenni hennar hjólandi eða gangandi.

 Þessi gjörningur og rökin fyrir honum, eru svo ærandi vitlaus og heimskuleg, að varla nokkru tali tekur. Enn og aftur vil ég leggja til að fíkniefnahundar verði viðstaddir fundi þessa fólks, svo galið er þetta.

 Formann samfylkinarinnar dreymir um að mynda ríkisstjórn í anda núverandi sveimhuga og rugludalla, í borgarstjórn Reykjavíkur. Sá draumur hans er beinlínis til þess fallinn, að flest venjulegt fólk fær martraðir og svefnlausar nætur af því einu saman, að heyra þá dellu.

 Til þess eru vítin að varast þau. Vonandi ber skynsamt fólk gæfu til að koma i veg fyrir, að svona andskotans della komist að í landsmálunum. Það er nóg komið af þessari þvælu, sem forkólfur samfylkingarinnar mærir dag hvern og leyfir sér að dreyma um. Reykvíkingar og landsmenn allir eiga betra skilið en svona dauðans dellupólitík fólks, sem að því er virðist, leggur leið sína sjaldnast upp fyrir Elliðaár, nema á kostnað skattborgaranna.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Bílastæði víkja fyrir skiltum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband