Argentína í gær- II.

 Sjö þúsund og fimm hundruð greindir með veiruna í gær. Eitt hundrað fjörtíu og fjórir látnir.

 Þrátt fyrir skuggalegar tölur virðist lítið vera gert í því að halda hlífiskyldi yfir þeim sem viðkvæmastir eru. Litlar eða jafnvel engar takmarkanir á heimsóknum á elli eða hjúkrunarheimili og annað í þeim dúr.

 Hér syðst í Argentínu, í Tierra Del Fuego, hefur verið ákveðið að loka á allar flugsamgöngur frá og með sautjánda þessa mánaðar og vel fram í september. Tierra Del Fuego er eyja og því þýðir þetta algera lokun. Fram að þessu var leyft eitt flug á viku, en nú verður tekið fyrir það. Ríkisstjórnin hefur gefið út alls kyns tilskipanir og tilmæli, en fylkisstjórnum og jafnvel einstökum bæjarstjórnum er síðan heimilt að bæta í, en ekki undir neinum kringumstæðum gera minni kröfur en alríkisstjórnin gefur út. Það gilda því nánast hvergi sömu reglur milli fylkja, eða bæja, en þetta er jú S-Ameríka og kemur ekki á óvart.

 Fjölgun glæpa er skelfileg og víst má telja að í gær létust ekki færri úr óbeinum afleiðingum veirunnar, en úr veirunni sjálfri. Útlitið er allt annað en bjart.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband