Snillingur!

 Þið sem þykir það ekkert mál að hrækja út úr munni ykkar tyggigúmmíinu hvar sem þið standið, ættuð heldur betur að hugsa ykarkar gang. Ekki það ég vilji að þið kyngið ófögnuðinum, því tyggigúmmí meltist ekki, heldur það að þessi andskotans óþverri límir sig nýhræktur við allt skótau og skemmir jafnvel hinar fallegust ofnu mottur og annað gólfefni eftir að heim er komið, fari fólk ekki úr útklíndum skónum í forstofunni.

 Lengi hefir tuðaranum leiðst þessi ósómi, en nú er risinn trukkur í andstöðu og athöfnum öllum gegn þessum ósóma. Maður sem tekur af skarið og nær vonandi að vekja máls á því hversu subbuleg hegðun það er að láta bara tuggudelluna detta þar sem maður stendur og stíga létt yfir, eins og ekkert hafi gerst og ganga síðan á braut til annar athafna. 

 Guðjón Óskarsson er mættur og megi hann hafa árangur sem mestan í því að benda fólki á að venja sig af þeim afleita sið að spýta tuggunni þar sem það stendur. 

 Þetta á bæði við um tyggigúmmí og annan ósóma sem fólk treður innan munnvika sinna..

 Gangi þér vel elsku Guðjón.

 Það er alla vegana einn þverhaus og gangstéttatyggjóóþolandi sem stendur með þér í átakinu. Hef grun um að fjölga muni í hópnum fyrr en nokkurn grunaði.

 Takk Guðjón minn.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Alla tíð fundist þetta mikill ófögnuður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mig minnir meira að segja að sóðarnir í Kína hafi bannað tyggjó út af sóðaskap. Þá er nú fokið í flest skjól!!

Sigurður I B Guðmundsson, 21.7.2020 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband