Besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi?

 Er ástæða til að óska hafró, lobbýistum og leiðitamri og lítilshugsandi stjórnmálamannaelítu Íslands til hamingju með árangurinn af besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi?

 Nú, tæpum fjörtíu árum eftir að hafró fann það út að besta leiðin væri að geyma fiskinn í sjónum og veiða hann seinna, þegar hann væri orðinn voða, voða stór, virðist eitthvað vera að klikka og hefur reyndar klikkað frá upphafi þessarar dellu. Nú bregður svo við að minnka þarf þorskkvótann um einhver sex prósent, þrátt fyrir tæplega fjögurra áratuga forskrift færustu vísindamanna í veiðiráðgjöf á Íslandsmiðum, sem pólitískir amlóðar hafa að mestu fylgt.

 Pólitík og vafasöm vísindi fara óþægilega illa saman. Nægir þar að nefna ömurlega eltistefnu málefnageldra stjórnmálamanna horfinna hugsjóna við hamfarahlýnun af mannavöldum og aðra dauðans dellu. Þingmenn og ráðherrar þurfa jú að halda sætum sínum, hvað svo sem líður hugsjónum, eða almannahag.

 Bændur slátra lömbum sínum á haustin og setja ærnar á garða um vetur, í samræmi við afrakstur túna sinna og haga.

 Samkvæmt reiknilíkani hafró, með áratuga aðstoð aulanna í sjávarútvegsráðuneytinu og bjálfanna á Alþingi er tekin þveröfug afstaða til fisksins í sjónum. Þar skal ánum slátrað og lömbin látin lifa, þó heyforði sé af takmörkuðum skammti. 

 Ef þetta er ekki heiladauði, þá heiti ég Kristján Þór Júlíusson, krati, Þistilfjarðarkúvendingur, svíðreisn, fullveldisafsalfylkingin, píratabjálfi í malbikunarjakka, eða annað þaðan af verra og réttast væri að einhver rassskellti mig út fyrir endimörk alheimsins og aftur til baka, þannig að ég lenti einhversstaðar þar sem enginn mundi finna mig. 

 Sjávarútvegsráðuneytið væri sennilega góður lendingarstaður, því þar hugsa fáir og enginn tekur eftir raðrassskelltum ráðherra, sama hvaða dauðans dellu hann hefur á ferilskránni, eða öðrum sem á undan honum réðu.

 Embættismennirnir halda jú ávallt velli og fá að launum feit eftirlaun, án tillits til árangurs í starfi. Pöpullinn borgar jú brúsann. Ekki það skipti embættismennina miklu.

 Andskotinn sjálfur að horfa upp á þessa óhæfu, meðan hagkerfi Íslands verður af hundruðum milljarða, sökum heimskunnar í fisveiðistjórnun.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Farið að vísindalegri ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband