1.3.2020 | 02:46
Nammiborð, júróvisjón og vírusinn.
Í gærkvöldi valdi einhver hluti þjóðarinnar skásta lagið, til að verða okkur að athlægi í Hollandi í vor. Í keppni sem margir hafa gaman af, en árangurinn því miður frekar dapur, fyrir utan eitt eða tvö skipti fram að þessu. Hlustaði á sigurlagið í gærkvöldi og fannst það bara nokkuð hipp og kúl. Það floppar hinsvegar í keppninni og kemst ekki áfram, því miður, en það er jú bara álit aumkunnarverðs tuðara um allt og ekkert.
Fyrir úrslitastundina í gærkvöldi fóru eflaust margir á nammibarinn í Hagkaup og álíka verslunum og fylltu á poka sína krossmenguðu sælgætisógeði, yfirfullu af saurgerlum og ég veit ekki hvað, til að naga í, glápandi á þennan viðburð júróvisjón.
Vírusinn er kominn til landsins og hvað gerir landinn?
Jú, hann fjölmennir með skítugar krumlur á nammibari verslananna á afslætti og þjappar sér síðan þúsundum saman á samkomu sem engu skilar.
Ó þessi þjóð!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður.
Sigurður I B Guðmundsson, 1.3.2020 kl. 12:53
Sæll Tuðari
Tek undir þetta taut í þér.
Kveðja
Nöldrarinn
Gunnar Heiðarsson, 1.3.2020 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.