12.2.2020 | 02:49
Alþingi og Landsbankinn...nýbyggingapistill að sunnan.
Þistilfjarðarkúvendingurinn tók nýlega, í nafni núverandi embættis sín, fyrstu skóflustunguna að enn einum hörmungarkassanum í miðborg Reykjavíkur. Kassa sem hannaður er af færustu arkitektum landsins og á að hýsa sjálfumglatt embættisfólk, sem telur að undir það dugi ekkert minna en Kvosin öll. Svo merkilegt telur þetta hyski sig vera.
Áður en forseti Alþingis hóf rekuna á loft, vissi hann að allar kostnaðartölur við byggingu þá, er hann þann daginn stakk úr jörð, með splunkunýrri skóflu, voru brostnar, en hann gróf samt. Alveg eins og göngin fyrir norðan og undanlitið, þá er þúsundir hans eigin landsmanna voru bornar út á götu, því fjármagnið þurfti jú að fóðra!
Það er rétt búið að taka grunn að tveimur byggingum almennings í miðborg Reykjavíkur, þegar það liggur kristalskýrt fyrir að báðar munu fara langt fram úr öllum áætlunum og að sjálfsögðu skal sækja umframkeyrsluna í vasa almennings!
Bankinn okkar og þingmannaaðstaða þeirra sem minnst hugsa um umbjóðendur sína, á minn kostnað, langt umfram skynsemismörk......NEI TAKK!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:52 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Halldór
Eitt sinn las ég áhugaverða skýringu á kostnaðaráætlunum ríkis og bæja, ef ég man rétt var það hinn skeleggi Halldór Jónsson sem ritaði þá grein. Hann kallaði þessa skýringu sína pí veldi. Að allar áætlanir sem lagðar væri fram við ákvörðun verkefna pólitíkusa, mætti margfalda með pí. Víst er að nokkur sannleikur er í þessari skýringu verkfræðingsins.
Annars er merkilegt að það fólk sem mest talar um hlýnun jarðar og að Grænlandsjökull muni hverfa í sjó fram á næstu árum, með tilheyrandi hækkun sjávarstöðu, sé svo æst í að byggja á lægsta stað sem fyrirfinnst á öllu Reykjavíkursvæðinu. Stað sem klárlega mun hverfa undir sjávarmál ef spádómar þessa fólks ganga eftir.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 12.2.2020 kl. 08:25
Píveldiskenning nafna míns Jónssonar, virðist ætla að sanna sig i flestum opinberum framkvæmdum, sem liggja á teikniborðinu hjá hinu opinbera, því miður.
Möppudýrin fá þó avallt sitt og ætla því i verkfall!
Þokkalegt andskotans þjóðfélag, eða hitt þó heldur!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.2.2020 kl. 04:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.