Hættumat, kerfismat, kerfisrottur.

 Allir vita að Reynisfjara er hættuleg. Sérstaklega er hún hættuleg fólki sem hefur ekki nokkurn einasta skilning á krafti hafsins. Í þeim flokki eru sennilega 99% allra sem heimsækja þennan mikilfenglega stað. 

 Ekki fær fólk að sulla í Niagarafossunum, eða fara þar í fótabað? Ekki hvarflar að nokkrum manni að leyfa túristum að vafra um Igazu fossana, á landamærum Argentínu og Brasilíu, eftirlitslausum og út um allt!

 Að það skuli taka mánuði og jafnvel ár, að gera áhættumat fyrir Reynisfjöru, er ömurlegur vitnisburður um handónýta stjórnmálamenn og ennþá ónýtari reglugerðarsnusara bjúrókratsins. 

 Það borgar jú ekkert betur, en þvæla einföldustu hlutum nógu lengi innan regluverksins og fylgdarsveina þess. Niðurstöðuna skal treina til helvítis, því þegar húnliggur fyrir, er verkefninu lokið og þá þarf jafnvel að finna eitthvað annað að gera! Það sér það hvert kerfismöppudýr að við svo má ekki búa.

 Á meðan drukkna óræðar kennitölur í flæðarmáli skriffinskunnar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Hættumat fyrir Reynisfjöru klárt á næstu mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband