Hvað telst meiriháttar brot?

 Arion banki sér um fjárfestingar fyrir þrjá lífeyrissjóði. Arion banki sér um hlutafjárútboð fyrir dauðadæmt svindldæmi í Helguvík. Arion banki á sjálfur stóran hlut í því fyrirtæki.  

 Arion banki sér til þess að þessir þrír lífeyrissjóðir ´´fjárfesta´´ í hlutabréfaútboði Helguvikurþvælunnar. Samtals reiða lífeyrissjóðirnir þrír um 1.400.000.000.- kr af hendi í þessa ósvinnu. Það fé er sennilega að mestu eða öllum hluta tapað. Ekki aðeins að tapið rýri stöðu sjóðanna þriggja og eigenda þeirra lífeyrisþeganna, heldur tapast ógreiddar skatttekjur til ríkisins einnig.

 Arion banki sleppur með 21.000.000.-kr sekt, þar sem ekki telst um ´´alvarlegt´´brot að ræða!

 Það er alger óþarfi að leita spillingar út fyrir landsteinana, svo mikið er víst. 

 Nema náttúrulega að aumur tuðarinn sé algerlega að misskilja þessa frétt og bulla tóma þvælu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Viðurkennir brot í tengslum við kísilverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Svo var fyrverandi bankastjóri heiðraður fyrir vel unnin störf með starfslokasamning upp á góðum "slatta" af milljónum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.12.2019 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband