Óborganlegur snillingur.

 Hann Þórður á Skógum er engum líkur. Þessi þjarkur, sem í sveita  síns andlits hefur byggt upp eitthvert glæsilegasta byggðarsafn veraldar, rennur rólegur inn í hvern dag. Þakkar sjálfum sér ekkert, en forsjóninni allt. 

 Varla að nokkur orð dugi yfir mann sem þennan. 

 Takk Þórður. Ég kom fyrst að byggðasafninu að Skógum  árið 1969 með foreldrum mínum. Safnið var þá aðeins  í einu húsi, en mót okkur tók Þórður. Níu ára guttinn ég efaðist fyrst um karlinn, en þegar hann tók að ausa úr viskubrunni sínum um hlutina sem voru til sýnis, rann nánast huliðsgríma athygli og löngunar um meiri fróðleik, á kvikyndið mig. 

 Aldrei á lífsleið minni hef ég hitt manneskju, sem var meira í mun en Þórði, að miðla af viskubrunni sínum. Jafnvel þó aðeins fimm manna fjölskylda væri að hlusta og safnið ekki stórt. 

 Mikið væri gott, ef fleiri fyndust, sem Þórður Á Skógum! Takk Þórður, fyrir allt!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Held ennþá hugsunum inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð þín, Halldór Egill, Þórður er snillingur, sómi Sunnlendinga.

Og m.a. er hann afar mikilvirkur og vandvirkur rithöfundur.

Sjá einnig hér:

Þórður Tómasson, sómi sinnar sveitar

Jón Valur Jensson, 15.12.2019 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband