Birtingarmynd öfgavinstrisins.

 Í tilefni þess að senn er áratugur liðinn frá því að hin ´´eina sanna vinstri stjórn´´ var skipuð, væri ekki úr vegi að efna til ´´málstofu´´ um þann ófögnuð. 

 Ríkisstjórnar núverandi heilbrigðisráðherra, sem miskunnarlaust laug að kjósendum sínum allt fram að kjördegi að hún ætlaði að standa vörð um hagsmuni heimilanna í landinu.

 ´´Skjaldborg heimilanna´´ var það kallað. 

 Hræsnin, hrokinn og ótrúlegt illmennsku og hefnigenið virðist erfast í pólitík. 

 Ef aumkunnar og óafsakanlegt, hljóðritað fyllerísröfl stjórnmálamanna þykir tilefni til ´´málstofu´´ á hverju ári, hlýtur að vera grundvöllur til að halda samskonar og sennilega mun fjölsóttari málstofur um framferði hérlendra kommúnista gegn alþýðu þessa lands. Alþýðu, sem þúsundum saman send var á vergang, því hinir fyrstu tæru vinstri menn snérust á sveif með hrægömmunum og peningaeigendunum, áður en haninn svo mikið sem gól eitt sinn, því stólar voru í boði.

 Hræsni kommúnista virðast engin takmörk sett, undir árvökulu auga þistilfjarðarkúvendingsins, sem engu, ekki nokkrum sköpuðum hlut hefur áorkað öðru en safna mosa í þingsölum.

 Svei þessu liði öllu saman.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Klausturmálið „birtingarmynd öfgahægris“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað ég er sammála þér ég fékk hroll að horfa á hræsnarana miklast af afreki sínu með þessari útgerð.Senda eina jullu lóða og með veiðarfærin utanborðs og fengurinn enginn nema máfahlátur!  

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2019 kl. 03:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Stundum má nú satt kjurt liggja, og sterkari væri pistill þinn ef hann segði allt um meinta hegðun þingforseta vorn en kallaði hann ekki lygarann úr Þistilfirði.

Ekki að orðaval þitt komi mér á nokkurn hátt við, en mér finnst þetta einfaldlega mögnuð orð hjá þér, sem og oft áður, og þú gladdir mig til dæmis með eitt kvöldið núna í vikunni.

Höggstaður er ekki bara notaður til að höggva lífsneistann úr fólki með því að afhausa það, heldur líka til að forðast efnislega umfjöllun líkt og heilbrigðisráðherra gerir með því að kalla alla gagnrýni á globalismann og frjálshyggjuna, hægri öfga. 

Vissulega vaða hægri öfgar uppi, eru meir að segja farnir að reyna að skemma fyrir mér fótboltann, eins og skítugu peningarnir frá Persaflóanum hafi ekki gert nóg, en þetta er allt miklu víðtækara en það.

Höggstaðurinn er hins vegar flóttaleið fólks sem er i nauðvörn.

Að þessu nöldri mínu slepptu, sem ég á auðvita að halda fyrir mig, þá langar mig að þakka þér fyrir þessi kynngimögnuð orð þín.

" Ef aumkunnar og óafsakanlegt, hljóðritað fyllerísröfl stjórnmálamanna þykir tilefni til ´´málstofu´´ á hverju ári, hlýtur að vera grundvöllur til að halda samskonar og sennilega mun fjölsóttari málstofur um framferði hérlendra kommúnista gegn alþýðu þessa lands. Alþýðu, sem þúsundum saman send var á vergang, því hinir fyrstu tæru vinstri menn snérust á sveif með hrægömmunum og peningaeigendunum, áður en haninn svo mikið sem gól eitt sinn, því stólar voru í boði.".

Manni finnst maður ekki vera alone þegar maður les svona.

Þetta er kjarni þess að heljartök auðsins herðast um samfélagið, en linast ekki þrátt fyrir tilraunir fjöldans til að andæfa.

Því þær tilraunir renna allar útí sandinn því fólk lætur blekkjast til að fylgja þeim sem hátt hafa en fátt meina.

Að ekki sé minnst á þá hávaðaseggi sem falla fyrir, eða eru sjálfir samdauna tungutaki frjálshyggjunnar, að ekki sé minnst á að hún er í raun þeirra hugmyndafræði, þeir eru gulltrygging þess að ekkert breytist, að réttmætt andóf fólksins reynist blaðran ein.

Ég er allavega búinn að stofna skjal sem heitir Halldór, og þar ætla ég að geyma þessi orð þín og lesa þegar depurðin sækir á.

Svona sem hressingarmeðal.

Takk fyrir mig Halldór.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2019 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband