20.11.2019 | 22:34
RÚV og spillingin.
Árum saman hefur RÚV ekki farið að lögum og komist upp með það!. Á sama tíma hefur RÚV djöflast eins og naut í flagi út um allar koppagrundir í leit að spillingu hjá öðrum, bæði fyrirtækjum sem einstaklingum. Hræsnin og tvífeldnin verður trauðla meiri.
RÚV er fjárhagsleg byrði á þjóðinni. Í stað þess að halda áfram með endalausan fjáraustur í þetta ohf fyrirtæki og jafnvel væntanleg undirfyrirtæki þess, væri þá ekki nær að minnka umsvif þess til muna, eða jafnvel leggja niður með öllu?.
Spyr sá sem ekkert veit.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Skýr vilji til að stofna dótturfélag RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Öll þessi ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn stjórnað RÚV
Kristbjörn Árnason, 20.11.2019 kl. 22:54
Skiptir engu hver stjórnar eða hefur stjórnað óskapnaðinum Kristbjörn. RÚV er baggi. Takk fyrir innlitið.
Halldór Egill Guðnason, 20.11.2019 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.