´´Kauphöll Íslands´´...í alvöru eða gríni?.

 Kauphöll Íslands er eitthvert hlægilegasta fyrirbæri ´´viðskiptaheimssins´´.

 Viðskiptin þar eru svo smá, að varla tekur að nefna þau. Örfárra milljóna ´´viðskipti´´ með bréf í félögum, sem metin eru á tugi milljarða, geta lækkað eða hækkað ´´markaðsvirði´´ viðkomandi fyrirtækja um milljarða.

 Fréttir af þessum ´´æsispennandi viðskiptum´´ ríða síðan viðskiptasíðum fjölmiðla og allir stara opnmynntir á hamfarirnar á ´´markaði´´.

 Markaði sem er svo fáránlega lítill að kauphöllin er í því sem samsvarar fimm herbergja íbúð, í leiguhúsnæði og verðmætasti hluturinn í íbúðinni er bjalla, sem slegið er í þegar íbúum íbúðarinnar og vinum þeirra þykir eitthvað voðalega spennandi. Reyndar svo spennandi að tilefni þykir að kalla til fjölmiðla, sem flestir gleypa gleðina eða sorgina og eiga varla orð yfir ´´hamförum á markaði´´. Ekki frekar en ´´hamfarahlýnuninni´´.

 Þeim sem búa á hinum hæðunum og jafnvel næsta nágrenni, hverfinu öllu, eða jafnvel öllu landinu, er hinsvegar andskotans sama, enda hafa þeir aldrei fengið að vita hverjir búa í þessari ómerkilegu leiguíbúð, eða sækja þangað samkomur, hagnað eða tap.  Það eina sem glumið hefur í eyrum nágrannanna hefur aldrei verið annað en marklaust bull, illheyrður bjölluhljómur, suð og partíhljómar, já eða jafnvel sorgarmarsinn. Þegar síðan ágangur fávísra fjölmiðlamanna eykur enn á ónæðið af þessari ómerkilegu íbúð er flestum nóg boðið.

 Heyrst hefur að til lítils nýtrar starfsemi þesarar ómerkilegu íbúðar, hafi verið boðið ódýrara húsnæði, þar sem mun minna ónæði hlýst af þessari óværu. Þá hafi hinsvegar svo brugðið við að bjölluhringjararnir hafi hangið á bjöllunni eins og hundar á roði.

 Þekki það af eigin raun að hundur sleppir ekki roðinu fyrr en í fulla hnefana, eða fullétnu. Í þeirri viðureign er mikil hætta á að missa putta. Vona ég að skaðræðið i íbúðinni fimmherbergja, eigi lífdaga stutta, því mér þykir svo fjandi vænt....

...um hvutta.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Nasdaq verðbréfamiðstöð ætlar aftur að birta hluthafalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband