Hringtorg er ekki hringtorg, þó það liggi í hring.

 Það er dulítið skondið að lesa útskýringar upplýsingafulltrúans.

 ´´Þetta er vissulega torg, en ekki endilega hringtorg þó það liggi í hring´´.

 Þá vitum við það, góðir hálsar. Hringur er ekki hringur, þó hann sé hringur.

 Var einhver að tala um hringavitleysu borgarstjórnarmeirihlutans?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Ekki hringtorg þó að ekið sé í hring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Samkvæmt þessu eru gatnamót ekki gatnamót þó þau séu á gatnamótum!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.11.2019 kl. 16:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Páll Eyþór Jóhannsson orti um þetta á Boðnarmiði á Facebók:

 

Gáfumaður á ferð

Víst er mikið þjóðar þing

að þekkja svona vegi,

þó að gata hringist hring,

hringtorg er samt eigi.

 

Sigurlín Hermannsdóttir orti þar líka:

Í fréttum þetta' er, held ég, helst

hérna í Reykjavíkurborg:

Hringtorg ekki hringtorg telst

þó hringi vegur sig um torg.

Jón Valur Jensson, 15.11.2019 kl. 21:09

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka innlitið herrar mínir. Já, það virðast lítil takmörk fyrir endaleysunni, þegar kemur að útskýringum bjúrókratsins á eigin rugli.

Halldór Egill Guðnason, 17.11.2019 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband