15.11.2019 | 16:01
Hringtorg er ekki hringtorg, þó það liggi í hring.
Það er dulítið skondið að lesa útskýringar upplýsingafulltrúans.
´´Þetta er vissulega torg, en ekki endilega hringtorg þó það liggi í hring´´.
Þá vitum við það, góðir hálsar. Hringur er ekki hringur, þó hann sé hringur.
Var einhver að tala um hringavitleysu borgarstjórnarmeirihlutans?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Ekki hringtorg þó að ekið sé í hring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt þessu eru gatnamót ekki gatnamót þó þau séu á gatnamótum!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 15.11.2019 kl. 16:57
Páll Eyþór Jóhannsson orti um þetta á Boðnarmiði á Facebók:
Víst er mikið þjóðar þing
að þekkja svona vegi,
þó að gata hringist hring,
hringtorg er samt eigi.
Sigurlín Hermannsdóttir orti þar líka:
Í fréttum þetta' er, held ég, helst
hérna í Reykjavíkurborg:
Hringtorg ekki hringtorg telst
þó hringi vegur sig um torg.
Jón Valur Jensson, 15.11.2019 kl. 21:09
Þakka innlitið herrar mínir. Já, það virðast lítil takmörk fyrir endaleysunni, þegar kemur að útskýringum bjúrókratsins á eigin rugli.
Halldór Egill Guðnason, 17.11.2019 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.