Flytjum sorpið til annara.

 Hvers vegna í ósköpunum geta stjórnvöld ekki glennt upp á sér glirnurnar og skellt saman áætlun, sem fylgt væri eftir af alvöru, en ekki populismakjaftæði og sett á fót sorpbrennslustöð, eða stöðvar, sem brenndu sorpinu og framleiddu um leið orku?. Hreinsitæknin er löngu upp fundin fyrir slíkar stöðvar, sem standast alla staðla.

 Fávitahátturinn og snautleg umræðan um umhverfismál, er orðin svo geggjuð að liggur við að maður nenni ekki lengur að flokka sitt sorp. 

 Vitandi það, að þrátt fyrir flokkun í heimahúsum, lendi allt heila helvítis klabbið í urðun uppi í Álfsnesi, gefur ekki byr undir vængi umhverfisvitundar borgaranna. 

 Það eru ekki borgararnir sem hafa brugðist. Það eru tertuétandi, kaffisötrandi, vöfflukjamsandi, nefndasitjandi embættismennirnir, sem hverra laun og eftirlaun eru tryggð, óháð nokkurri frammistöðu, eða árangri, sem menga þjóðfélagið mest allra, með dugleysi sínu og draumórakenndri nostalgíu um farartækjalausa framtíð. Bjálfar, með öðrum orðum. Kann ekki við að kalla þetta fólk hálfvita, en það það styttist svo sannarlega í það.

 (Hvarflar af og til að manni, hvort ekki ætti að senda fíkniefnahund, á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur)

 Embættismenn og undirliggjandi pólitískar druslur þeirra í stjórnmálamannastétt, eru mesta meinsemdin í loftslagsmálum nútímans. Fátt mengar meir, en aulaháttur þeirra og sleikjuskapur við mengunarkvótaheildsalana.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Útflutningur sorps til brennslu „skárri en versti kosturinn sem er að urða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hva? Þeir urða það í sínu nesi.

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2019 kl. 03:38

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór.

Það er merkilegt að hvaða hálviti sem er getur gert hvað sem honum sýnist, eingöngu ef hann þykist gera það í þágu umhverfisverndar.

Nú hafa tvö fyrirtæki, sem bæði munu hafa mikinn hagnað af, sett af stað undirskriftasöfnun um flutning á sorpi til útlanda. Engum dettur til hugar og síst fjölmiðlum, að þessi fyrirtæki bæði eru fyrst og fremst að hugsa um aukinn hag fyrir sig sjálf, annað að transporta með ruslið þvers og kruss um landið og hitt að flytja það milli landa. 

Þegar það síðan kemur að landi erlendis er það notað sem eldsneyti til að lýsa upp og hita heimili þar. Við höfum köld svæði hér á landi og hví þá ekki að setja  upp slíka ofna á þeim svæðum? Þannig mætti a.m.k. losna við siglinguna yfir hafið með sorpið og ef rétt væri að staðið einnig minnkað nokkuð transportið hér innanlands. Þannig gætum við nýtt þetta eldsneyti okkur sjálfum í hag í stað þess að láta tvö einkafyrirtæki hafa allan hagnaðinn.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 19.9.2019 kl. 07:53

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eftir að fábjánarnir í sveitarstjórnum einkavæddu sorphirðuna hefur kostnaður íbúanna margfaldast um leið og þjónustan snar versnaði og nú bjóðast "gámafélögin" sem hefur sölsað undir sig sorpið víða um land án þess að til að flytja það úr landi fyrir enn meiri pening eftir að hafa keyrt því í ótal hringi í kringum landið án þess að farga því öðruvísi en á gamladags ruslahauga.

Magnús Sigurðsson, 19.9.2019 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband