Hallarekstur ríkisrekins sjúkrahúss?

 Misvelgefnir pólitíkusar hnoða saman fjárlagafrumvarpi hvers árs. Hver um annan þveran skríða þeir og keyra, þar til frumvarpið loks er lagt fram.

 Ef einhverjir eru  alls ekki hæfir til að áætla rekstrarkostnað sjúkrahúss, eru það pólitískir tækifærissinnar allra tíma. Þeir hafa ekki minnstu hugmynd um hve margir munu veikjast næsta ár, frekar en nokkur annar. Þeir vita flestir minna en ekki neitt um sjúkrahús, nema hafa þar legið sjálfir um stund og notið vellystinganna, sem fyrir sjúklinga eru lagðar.

Þjónusta og starfsþrek starfsmanna sjúkrastofnana á Íslandi er í heimsklassa. Enginn ætti að væna starfsfólk heilbrigðisgeirans um vanrækslu, eða slugs í sínum störfum.

 Þegar rætt er um halla af rekstri ríkisrekins sjúkrahúss, hefur eitthvað skolast til í hausnum á ansi mörgum. Fyrstu hausarnir sem skolast til í, eru að sjálfsögðu stjórnmálamannanna. Næstir koma steingeldir fjölmiðlar og þar með er hægt að halda því að þjóðinni að Þjóðarajúkrahúsið sé illa rekið!

 Þessi umræða er svo gjörsamlega galin, að engu tali tekur. Vissulega þarf að gæta aðhalds í rekstri allra opinberra fyrirtækja og stofnana. Hver ætli hallinn hafi verið á utanríkisþjónustunni síðastliðið ár?  Er krafist niðuskurðar þar? Ó nei, þar skal hrækt í lófa og útgjöldin aukin til muna. Enginn segir neitt! Enginn!

 Aldrei hefur þó verið meira tilefni til andmæla og krafna um niðurskurð í ömurlegu embættismannakerfi, sem fátt virðist geta annað en íþyngt samlöndum sínum, með eltistefnu sinni við jafn baneitraða starfsfélaga sinna í utlöndum, sem lifa á reglugerðafargani og höftum á samlanda sína og nánast allt sem eðlilega hefur gengið fram að þessu. Allt skal kæft og keyrt undir embættismannaelítuna, en það er nú annað mál.

 Er ekki kominn tími til að þeir sem telja sig fjölmiðlamenn, standi sína plikt? Spyrji í stað þess að gína opinmynntir við hvaða dauðans dellumauki, sem rekið er ofan í letikok þeirra? Er fjölmiðlafólk orðið svo rotið, hundlatt og til lítils virkt, að þar sé einungis ´´google translate og copy paste´´ liðið eftir?

 Hugsar enginn neitt á fjölmiðlunum lengur? Hélt Davíð Oddsson væri ritstjóri Moggans, en greinilega algert rugl í mér, enda aumur Sjálfstæðismaður, sem í dag horfir á flokkinn sinn kratavæðast meir og meir, með degi hverjum. Engu líkara en BB og co séu að beiðast gistingar í svíðreisn og fylkingunni þarna, ég man ekki hvaðan, enda ekki merkilegir pappirar, þegar orðið Sjálfstæði ber á góma.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is 4,5 milljarða halli Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er reyndar spítalinn sjálfur sem gerir sínar áætlanir. Ástæðan fyrir hinum meinta halla er sú að áætlanirnar hafa ekki verið nægilega vandaðar.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2019 kl. 21:42

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þorsteinn. Ekki nógu vandaðar samkvæmt raunverulegri þörf, eða reiknistiku misviturra stjórnmálamanna?

Halldór Egill Guðnason, 2.9.2019 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband