Aldarfjórðungur er langur tími í pólitík.

 Ætli formaður og æðsta stjórn Sjálfstæðisflokksins í dag, láti aldrei að sér hvarfla að eitthvað sem samið var um fyrir aldarfjórðungi,(þegar sumir núverandi foringjar voru enn í grunnskóla)gæti hugsanlega hafa farið á annan veg en til var ætlast? Ekki hafi allt fengist, eða áunnist, sem samið var um, eða samningurinn jafnvel orðinn úreltur? Barn síns tíma?  Jafnvel tími til kominn að huga að uppsögn, eða endurnýjun á öðrum forsendum? Til að mynda nútímanum!.

 Hvar er tollfrelsið á fiskinn til esb? Nú rúmum aldarfjórðungi eftir að Ísland gerðist aðili að ees, hefur það ákvæði enn ekki náð fram að ganga, þó þjóðinni hafi verið talin trú um það á sínum tíma og aðildin tæpast rædd, heldur keyrð í gegn með offorsi. Eru allir búnir að gleyma Langhala- Jóni, sem þvældist um Evrópu og kom heim sigri fagnandi. Það eina sem þetta átti að kosta okkur voru nokkur tonn af langhala austur í Rósagarði! 

 Eru stjórnmálamenn nútímans orðnar slíkar hornrekur og aular, gjörsamlega undirseldir alræði embættismannaklíkunnar, sem enginn kaus, að þeir sjái aldrei til sólar, því ef þetta er ekki samþykkt, samkvæmt aldarfjórðungsgömlum úreltum samningi, gæti samningurinn verið í voða? Er þetta skýring forystu Sjálfstæðisflokksins á kúvendingu sinni? Gagnaðilinn hefur ekki staðið við sitt. Því ættum við endalaust að gefa eftir og samþykkja allan fjandann, sem frá honum kemur? Hvað veldur allt að því staurblindu forystumanna ríkisstjórnarflokkanna í þessu op3 máli? Hverju er búið að hóta? Hver er að hóta? Ef enginn er að hóta, hverra hagsmuna er þá verið að gæta? Séu þeir ekki þjóðarinnar, mun illa fara fyrir mörgum.

 Það er sorgleg staðreynd að forysta Sjálfstæðisflokksins og meðreiðarsveinar hennar í ríkisstjórn Íslands eru orðnir ómerkilegir kostgangarar embættismannaelítu, sem enginn kaus og sem skammtar landsstjórninni verkefni og segir henni til um hvar og hvenær skuli skrifa undir og stimpla óþverran allan, sem vellur frá Brussel. 

 Aumari verður trauðla forysta nokkurs ríkis, eða sjálfstæðs hugsandi fólks. 

 Sjálfstæði er við það að þurrkast út úr orðabókinni. Embættismannaræði mun taka sess þess orðs, fyrr en margan grunar, ef þjóðkjörninr stjórnendur hafa ekki bein í nefinu til að spyrna við fótum, í nafni atvinnurekanda sinna og standa við orð sín. 

 Við kjósendur ætlum lýðræðislega kjörnum fulltrúum að fara með okkar mál og völd, en ekki sílspikuðum embættismönnum, blýantsnagandi reglugerðarhundum og varðhundum kerfisins, sem ávallt virðast hafa það helst að markmiði sínu að gera venjulegu fólki, fyrirtækjum og jafnvel heilu þjóðunum nógu djöfull erfitt fyrir, í daglegu amstri sínu og brauðstriti. Allt með það að markmiði að viðhalda kerfinu og sjálftöku þeirra sem fyrir það starfa og fá ávallt greidd laun og eftirlaun, óháð árangri. Versta plága í sögu mannkyns, að meðtöldum þurrkum og hungursneyðum.

 Fóðra þarf óskapnaðinn og hver blæðir þar ávallt helst og mest, annar en hinn almenni borgari?

 Held flestir geti verið sammála um að mannskepnunni dugi aðeins ein Sovétríki. Að annar eins væntanlegur enn verri óskapnaður skuli nú rísa til valda meðal siðmenntaðra þjóða tuttugustu og fyrstu aldarinnar, með fulltingi og að undirlagi fyrrum eins mesta skaðræðisríkis veraldar, er skelfilegt.

 Fjórða ríkið má aldrei verða að veruleika! Það þriðja ásamt Sovétinu var nógu andskoti slæmt!

 Synd hve fáir sjá aldarfjórðung fram í tímann og á sama andartaki ekki heldur aldarfjórðung aftur í tímann. Sagan ætti jú að varða framtíðina og hjálpa fólki að forðast mistök.

 Forystusveitir sem muna ekki síðasta spor og sjá ekki það næsta, eru ekki pappírsins virði og ljóst að sagan hefur ekkert kennt þeim, auk þess sem hugsjónir sem sú forysta bauð fram krafta sína til, voru aldrei til staðar, af hálfu forystunnar. 

 Svikarar er eina orðið í orðabókinni yfir slíkar landeyður og kúvendinga, hvar svo sem í flokki þeir standa.

 Við slíkum svikum mun pöpullinn að lokum láta í sér heyra og það ekki hljóðlega!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Málið „fullskoðað og fullrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar teknum ákvörðunum er alveg hægt að breyta.

Slíkt er beinlínis hlutverk kjörinna fulltrúa.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2019 kl. 23:55

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nákvæmlega rétt Guðmundur. 

Halldór Egill Guðnason, 22.8.2019 kl. 00:20

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Og, það þarf að gera það hvað EES varðar.

Annars góður pistill þar sem komið er inn á hverjar voru sagðar ástæður þess að EES samninginn þyrfti að gera og hverja efndirnar hafa verið.

Magnús Sigurðsson, 22.8.2019 kl. 06:34

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka innlitið, báðir tveir.

Halldór Egill Guðnason, 4.9.2019 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband