8.6.2019 | 00:06
Enn kúvendast menn til hins verra.
Framsóknarflokkurinn var lengi vel talinn allt að því kexruglaður, í ættjarðarást sinni. Ungmennafélagsandinn sveif yfir vötnum og allir sem einn hrópuðu framsóknarmenn, Íslandi Allt!
Núverandi formaður þessa fyrrum þjóðrækna flokks hefur nú kúvenst á stefnunni og hrópar sem eymingi, Ísland er Falt!
Pólitískum kúvendingum hefur áskotnast enn eitt fyrirbærið í safn sitt. Svei sé formanni framsóknarflokksins, fyrir sinn viðsnúning. Með degi hverjum veltir almenningur því æ meir fyrir sér hvað valdi.
Hvað er búið að bjóða svona kúvendingum, sem snúast 180 gráður á punktinum, allt að því?
Allir formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa nú kúvenst frá fyrri afstöðu sinna flokka, landsfundarályktunum og jafnvel stenuskrá eigin flokka. Í stefnuskrá allra almennilegra stjórnmálaflokka á Íslandi er lögð áhersla á fullveldi Íslands og sjálfsákvörðunarrétt okkar yfir auðlindunum. Grasrót stjórmálaflokkanna kraumar af bræði, en samt veður þetta lið áfram, sem enginn sé morgundagurinn.
Á hliðarlínunni situr fullveldisafsalpakkið og kætist djöfullega, yfir hnignun Lýðveldisins Íslands. Um það lið er aðeins til eitt orð.: Landráðapakk!
Það er ekki fallegt að hrakyrða fólk. Tækifærissinnað hyski, telur tuðarinn mjög mildilega til orða tekið um þetta hugsjónagelda lið, sem sennilega lifir aldrei að sjá afleiðingar gjörða sinna. Spurning hvort ekki eigi að láta Barnaverndarstofu vita.
Formaður framsóknar hefur gelt sjálfan sig í þetta skiptið, en ekki folann. Spurning er aðeins hver stjórnaði klippunum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Þér er ekki boðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
Athugasemdir
Eitthvað er rotið og daunillt í Lýðveldinu Íslandi.
Svona 180 gráðu kúvendingar eins og þú bendir á, án fullnægjandi skýringa hlýtur að vekja upp illar grunsemdir um mútuþægni eða með öðrum orðum landráð, svo það sé nú sagt.
Jónatan Karlsson, 20.6.2019 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.