Þar sem engir eru vegir, skal óútmáanlegum rutt upp.

 Furðulegt hlýtur að teljast að það fáa fólk sem enn byggir norðvestustu byggð landsins, skuli ætla sér að slátra sérstöðu sinni. Falla í gírug gin virkjanasinna og gefa land sitt í skítlega samkeppni á raforkumarkaði. Það hlýtur jú að vera markmiðið. Þarna hafa um sveitir riðið steingeldir ´´fjárfestar´´ og áróðursmaskína. Annað getur trauðla hafa valdið auðsveipu afsali þessa fámenna hrepps, á sinni helstu auðlind. Auðlind sem allt of fáir kunna að meta, nefnilega status Q. Algerlega ósnortin náttúran er ómetanleg auðlind, en nú hefur hún verið seld.

 Hvernig ætlar sveitarstjórinn að moka yfir vegi, sem þarf til greiningarinnar, jafnvel langt inn á heiðar, ef ekki verður virkjað? 

 Oddviti Árneshrepps er algerlega úr takti við raunveruleikann, ef hún telur að ´´könnun fyrir virkjun´´ sé afturkræfanleg. Með könnunarleyfinu verður ruðst yfir ósnortið land og að lokum virkjað! 

 Ætlar hún með sína hrífu á vegina sem ruddir verða við matið, ef ekki verður virkjað?  Jarðýta hefur ávallt betur í viðureign sinni við hrífu. Hætt við að einn daginn spyrji hún sig, hvurn andskotann hún var eiginlega að hugsa. 

 Þetta er sorgleg frétt, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

 Goðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Grænt ljós á framkvæmd við Hvalárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband