Sjáum hvað setur.

 Mikið vildi ég að röflið og tuðið í mér, undanfarin ár, varðandi þessa allt að því fáránlegu höfn og nú loks nýja ferju, reyndist eintómt rugl gamals þverhauss. Með tilkomu lengdu, rafhlöðufylltu, langt fram úr kostnaðaráætlunum, innanskerjaflatbytnunnar nýju, muni íbúar Vestmannaeyja, auk allra þeirra sem njóta vilja Eyjanna, getað ferðast að vild þessa stuttu vegalengd á skömmum tíma, árið um kring.

 Öll rök hnýga hinsvegar til hins gagnstæða, en til að drepa nú ekki alveg niður stemminguna, vil ég óska Vegagerðinni til "hamingju" með þennan óskapnað. Bæði höfn og ekki síður fleytuómyndina, sem tæpast á skilið að bera nafnið Herjólfur. Fyrri Herjólfar hafa dugað og reynst vel, en hræddur er ég um að óbermið nýsmíðaða muni ekki bera nafn með réttu. Reynast bæði duglítið og illa til þess fallið að sinna sínum skildum. Ekki mun hafnarómyndin hjálpa til. 

 Heillaóskir til íbúa Vestmannaeyja læt ég bíða betri tíma, en legg til að hvorki verði gamli Herjólfur seldur, né aðstaðan í Þorlákshöfn lögð niður í að minnsta kosti tvö ár. Sá gamli á nóg eftir og alveg kristalklárt að löngu eftir að Landeyjahöfn hefur verið gerð að sjálffylltri sandylströnd eða lífrænum sorphaug, mun skipum áfram vel fært í Þorlákshöfn, með menn og vörur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Geta loks hlakkað til nýs Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband