Hvað varð um veðið?

 Á síðustu dögunum fyrir hið algera Hrun fjármálakerfis Íslands, hefur eflaust margt verið gert, sem illa þolir dagsljósið og seint mun upplýsast.

 Allt fram á þennan dag hefur nánast ekkert verið fjallað um afdrif veðsins, sem veitt var fyrir þrautavaraláni Kaupþings og hvernig Seðlabankinn varð af óheyrilegum fjármunum, með slælegri frammistöðu sinni. Lítið virðist "pressan" svokallaða hafa pumpað Má um þessi herfilegu mistök. Ástæðan fyrir því að ekki fékkst full lúkning veðsins var nefnilega sú að Már og co tóku Svavar Gestsson á allt heila helvítis draslið og ákváðu að þeir "nenntu ekki" að standa í þessu lengur og létu "lagó". Seldu bara draslið hæstbjóðenda, sem síðar seldi aftur þúsundfallt! Full lúkning skuldarinnar og eins og nýtt háskólasjúkrahús og gott ef ekki stór hluti borgarlínudellunnar fuku út um gluggann, með sofandahætti Más og co. 

 Hvers vegna það er aldrei rætt, er fávísum tuðara í suðurhöfum hulin ráðgáta.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Ekki óskiljanlegt í ljósi aðstæðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þessir ræflar munu aldrei sjá ástæðu til fara ofan í það mál Guðmundur.

Halldór Egill Guðnason, 29.5.2019 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband