Orkuskiptin tekin með stæl.

 Að gleyma potti á hellu getur kallað á aðstoð slökkviliðsins. Að gleyma bíl í hleðslu gerir það sama. Ofhleðsla er orsökin og allt brennur til helvítis.

 "Orkuskiptin" taka á sig skrautlega mynd, við lestur þessarar fréttar, svo ekki sé meira sagt. Á Vesturlöndum virðist fólk halda að ef bifreiðin sem það kaupir eyðir litlu sem engu eldsneyti, sé mengunarvandinn leystur. Það geti smælað framan í heiminn og sagt sem svo að "ég" menga varla nokkurn skapaðan hlut. Að koma þessari sjálfsánægðu manneskju í þetta nýja ökutæki sitt hefur hinsvegar kostað mannslíf og ómælda mengun hjá öðrum, en það skiptir að sjálfsögðu engu máli. 

 Þó einhver drepist við það að ég líti vel út, er það bara "gúddí gúddí". Kolefnismarkmiðum MÍNUM er náð. Fjörtíuþúsundfíflin kætast sem aldrei fyrr.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Alelda rafmagnsbíll við Samskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband