Hverjir koma að fjárlagafrumvarpi?

 Það er í meira lagi undarlegt að einn af ráðherrum í Ríkisstjórn Íslands, skuli koma fram eins og álfur út úr hól, þegar einni stofnun sem undir hann heyrir, er gert að skera svo niður í rekstri sínum að varla er hægt að halda úti lágmarksstarfssemi. Kom ráðherrann ekkert að þessari fjárlagagerð, eða hefur hann ekki meira vit á þeim málaflokki, sem undir hann heyrir?. Að koma fram með svona hvítþvottarþvælu er ekkert annað en pínlegt. Í besta falli grátbroslegt yfirklór. Hvar var sjávarútvegsráðherra, meðan á gerð fjárlaga ríkisins stóð?

 Tuðari spyr, en fær að sjálfsögðu engin svör.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Stóð alltaf til að finna leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ótrúlegur klúður-karl þessi slöttólfur, jafnvel í sínu eigin ráðuneyti!

Svo ber hann í bak og fyrir 100% ábyrgð á alversta frumvarpi þingsins, afsiðunarmálinu sem hans gæfulausi flokkur gerði jafnvel að stjórnarfrumvarpi!!! Sjá um hlut hans að því hér:  https://lifsrettur.blog.is/blog/lifsrettur/entry/2161555/

Þakka þér snarpan og góðan pistilinn, Halldór Egill, sem jafnan.

Jón Valur Jensson, 13.1.2019 kl. 10:05

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hef trú á að flest frumvörp komi innan úr stjórnkerfinu og frá öðrum hagsmunaaðilum sem komið hafa sér fyrir með lobbýisma.

Þingmenn fá þetta svo til yfirlestrar og afgreiðslu, þeir eru bara því miður ekki betur læsir en þetta, hvorki á texta, hvað þá þjóðina.

En það voru þingmenn sjálfir sem girtu sig af út í móum, raflýstir um bjartasta tímann og ákváðu að fjárfesta í nýju hafrannsóknarskipi í tilefni fullveldisins.

Magnús Sigurðsson, 13.1.2019 kl. 11:28

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Einn allra leglegasti politikus sem fram hefur komid i morg ar.

Hvernig hann fekk radherradom, er med ollu oskiljanlegt.

Og kannski ekki.

Althingid er fullt af hans likum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.1.2019 kl. 11:45

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Það er gott að vera á þingi.  Frábær laun, engin útgjöld, engin þörf á að einu sinni mæta.

Það eru engar hæfniskröfur heldur.

Því fer sem fer.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.1.2019 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband