Fáránleg kauphöll.

 Það er undarlegt að verið sé að brölta við að reka kauphöll á Íslandi. Ísland er örríki og á hlutabréfamarkaðnum eru því sárafá fyrirtæki. Sum þeirra eru reyndar ansi stór á okkar mælikvarða. Jafnvel tugmilljarða virði eða meir, þó ekki séu þau mörg. Að einsdags viðskipti uppá einhverja hundraðþúsund kalla, eða jafnvel örfáar milljónir, skuli ákvarða markaðsvirði þessara fyrirtækja er hreinn og klár brandari. Allt að því sárgrætilega vitlaust, en það er ekki hægt að vera minni menn en aðrir, þegar þvæluviðskipti eru annars vegar. Kauhöllin á Íslandi er sárgrætilegt fyrirbæri, enda getur hún varla talist meira en pínulítil verðbréfastofa.

 Svona fíflagangur á ekkert skilt með fjárfestingu. Þetta eru ekki fjárfestingaviðskipti, heldur er þetta ekkert annað en fjárhættuspil, sem því miður á ekki aðeins við um hér á landi. Að þessir viðskiptahættir skuli allt að því stjórna hagkerfi heimsins er með ólíkindum. Flest slæmt, sem hent hefur efnahagslífið á yfirleitt upptök sín í þessu fíflaríi, þegar loftbóla huglægra viðskipta með "goodwill" og væntingar springur. Það er engin framleiðni í hlutabréfamörkuðum. Þeir skapa ekkert og framleiða ekkert annað en vandræði og hörmungar, eins og dæmin sanna. Almennir sparifjáreigendur ættu að reyna að halda sig sem fjærst frá þessari óværu. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Kauphöllin rauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband