Yfirstjórnin situr sem fastast, undirsátarnir taka pokann sinn.

 Fjármálaóreiða, bruðl og hreinn og beinn fíflagangur Borgarstjórnar Reykjavíkur hefur náð nýjum hæðum. Áfram belgja helstu stjórnendur sig og þykjast ábyrgðarlausir, en fagna á sama tíma því að undirsátar þeirra skuli sjá sóma sinn í því að hverfa af vettvangi, fyrir afglapasakir, sem yfirstjórninni sást yfir í útópíudraumi sínum um hagfellda eiginhagsmunagæslu sína. Gjörsamlega ónothæfur ruslaralýður.

 Væri þetta fyrirtæki, væri búið að reka allt heila helvítis slektið í yfirstjórninni, sem í valdhroka sínum fagnar því að einhver annar þau sjálf sjái sér ekki annað fært en að hætta.

 Manni liggur við uppsölu, niðurgangi, ef ekki barasta eilífðar drullu, að hlusta á fáránelgar útskýringar meirihlutans á embættisafglöpum sínum.

 Á sama tíma koma börn vannærð af leikskólum borgarinnar og rónar frjósa í hel. Svei þessu hyski.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Synir best hvaða óhæfa lið   situr i meirihluta Boeörgarstjornar ...maður á ekki orð ...ekkert eonasta !!

rhansen, 15.10.2018 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband