Sex ára umferðarteppa framundan.

 Í dag gengur erfiðlega að manna heilbrigðiskerfið. Þar kemur margt til. Lélegt skipulag, lág laun og að því er virðist engin heildstæð áætlun, um nokkurn skapaðan hlut til framtíðar. Reddingar sem duga skulu til næsta árs, er sennilega það besta sem kerfið hefur upp á að bjóða. Endalaust að éta úr afturendanum á sér og hefur varla séð bjartan dag í áratugi. 

 Nú skal hinsvegar spýtt í lófana og byggð bygging. Nafnið á henni er "hátæknisjúkrahús". Staðsett við einhverja mestu umferðargötu Íslands, Hringbrautina. Einhver æðisgengilega endurreisn hérlends heilbrigðiskerfis, er semsagt hafin. Aumkunnarverðir "stjórnmálamenn" sveifla stunguskóflum og brosa saman, einn eftirmiðdag og fjölmiðlar slefa, eins og hýenur. Allt alveg hreint æðislega "kúl" og "happy". Meðan á framkvæmdinni stendur, munu sjúklingar á "lágtæknisjúkrahúsinu" hinum megin við götuna, þurfa að hlusta á höggbora, sprengingar og annað ónæði, enda bara á "lágtæknisjúkrahúsi".

 Að auki mun Hringbrautin verða nánast ófær, af mannavöldum, því hana mun þurfa að þrengja, færa til, af og til og annað, sem fylgir framkvæmd sem þessari. Hélt sannast sagna að fíflagangur borgarstjórnar Reykjavíkur í þrengingar og heftibrjálæði sínu væri einsdæmi. Nú hefur hins vegar komið í ljós að "holukrullisminn" hefur smitast inn á Alþingi, með afleiðingum sem hverjum hugsandi manni hlýtur að hrjósa hugur við.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Tímamót í sögu Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband