3.10.2018 | 01:34
Allir vita, en enginn gerir neitt!
Allir vita að þetta skammarlega ástand hefur varað árum saman. Hófst af fullum þunga með framkvæmdunum við Kárahnjúka og hefur í dag náð slíkum hæðum, að undrun sætir. Stjórnvöld þykjast ekkert vita, yppa öxlum og munu sennilega setja nefnd, eða jafnvel starfshóp í málið. Taka bara Dag á þetta. Svæfa eins og ómálga krakka og vona að þetta "feidi" út í umræðunni. Allt samfélagið veit af þessu og hefur vitað lengi. Duglausir og allt að því óhæfir bjálfar í stjórnmálamannastétt vita þetta jafnvel og allir aðrir og hafa vitað lengi. Allir vita, en enginn gerir neitt! Enginn!
Það vantar ekki reglugerðakjaftæðið og lagaþvæluna alla. Valdlausa og allt að því gagnslausa eftirlitsmenn valdlausra stofnana, sem eiga að koma í veg fyrir svona ósvinnu. Það vantar hinsvegar manndóm og dug til að stinga á kýlum sem þessum. Íslensk stjórnvöld og embættismannakraðakið, sem hugsar aðeins um að viðhalda sjálfu sér, verður sennilega síðast allra til að bregðast við þessu hneykslanlega máli.
Ekki frekar en þegar þessum amlóðum, með ónefndan kúvending að norðan og afdankaða gránu gömlu, þóttust verja samlanda sína í eftirmála bankahrunsins, með vel þekktum afleiðingum.
Farandverkamenn komast tæplega á blað hjá þessu hyski, miðað við "trakteringarnar" gegn eigin þjóð. Með dansa síðan vafningar og lausgyrtar madömmur á útsölu, eins og útslitinar portkonur á götuhornum.
Kveikur hrærir vonandi upp í afturendanum á þessu liði og hrekur það upp úr stólum sínum, til sýnilegra gjörða, sem þau eru ráðin til, í stað slugsina alls og fullveldisafsalsdraumanna, með von um feitan tékka í ellinni.
Skammist ykkar öll sem eitt, sem gerðuð og eruð enn að gera þetta mögulegt! Ömurlegra rusl hefur ekki dregið andann í vegferð Lýðveldisins Íslands!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Í sömu gildru og hundruð annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.