2.10.2018 | 01:48
Íslensk "fréttamennska".
"Fréttamenn" á Íslandi virðast trauðla starfi sínu vaxnir, að allt of stórum hluta. Lepja upp fréttatilkynningar fyrirtækja og taka trúanlegar, eins og nýju neti, án nokkurrar viðleitni til gagnrýninnar fréttamennsku, eða gagnrýninnar athugunar, eða spurninga. Allt kokgleypt eins og hjá gráðugum urriða. Jafnvel kyngt ofan í rassgat, ef því er að skipta, svo öngullinn gægist meira að segja út um boruna.
Hver miðillinn af öðrum nýttur til auglýsinga til handa tveggja eignalausra ferðaskrifstofa, sem reist hafa sér slíkan hurðarás um öxl, að einungis banksterarnir í aðdraganda hrunsins standast samanburð. Í þetta sinn hafa stjórnvöld hinsvegar haldið sig til hlés í mærun á þessum loftbólufyrirtækjum og er það vel. A.m.k. eitthvað hefur lærst á þeim bænum.
Ferðaskrifstofa sem á enga flugvél, getur varla talist flugfélag. Skjátlist aumum tuðara um þessa fullyrðingu, beiðist hann leiðréttingar þeirra sem betur vita. Aldrei skilið þetta "módel" enda í anda Icesave að mínu mati. Loforð um eitthvað sem flestir hugsandi menn sjá í hendi sér að stenst ekki nokkra skoðun og gengur ekki upp. Ef það of gott til að vera satt, þá er það yfirleytt haugalygi. Það er nú ekki flóknara en það.
Icaland Express reið á vaðið og fyrrum eigandi þess lifir nú í vellystingum í útlöndum, ásamt öðrum samfélagsskaðvöldum, leynt og ljóst. Ef til vill þóknast eigendum þessara tveggja glötuðu "flugfélaga" svo lífsstíll hans, að þeir kusu að feta sama stigið. Hver veit?
Að endaleysan hafi náð svona langt, er með ólíkindum. Fjölmiðlar og þeir sem þar starfa eiga þó sennilega stærstu hreingerninguna fyrir sínum dyrum. Að losna við fréttatilkynninga"fréttamenn" sína eða deyja ella.
Þrifið, skrúbbað, "steríleserað" og mokað út, ætti að vera "mottó" dagsins á Íslenskum fjölmiðlum, hvaða nafni sem þeir nefnast. Skammist ykkar bara, fjölmiðlafólk Íslands!
Strandaglópum óska ég góðrar heimferðar og fyrirframpönturum á netinu samúðar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Vitum ekki hvenær við komumst heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:57 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur verið staðreynd ansi lengi að svokallaðir almannatenglar eða spunastofur hafa haft beinan aðgang að fjölmiðlum með tilkynningum og hönnuðum "fréttum" sem renna óritskoðað beint í gegnum fjölmiðla. Einnig eru fréttamenn nýttir með því að benda á "fréttnæm" tengsl og aðila til að taka til viðtals. Fréttastýringar fremur en fréttaskýringar.
Allar gáttir eru semsagt opnar almannatengslafyrirtækjum til að birta áróður sinn og stýra blaðamönnum í æskilegan farveg. Það er líka afar auðvelt í okkar fámenna kunningja og feændhyglissamfélagi að hafa bein áhrif á svokallaða blaðamenn og láta þá ganga erinda sinna.
Þetta er ekki bara áberandi í þágu fyrirtækja, sem vilja lokka að hluthafa eða breiða yfir slæma stöðu, auglýsa vöru og þjónustu óbeint ofl, heldur er þetta líka miskunarlaust notað í kjarabaráttu og "baráttu" þrýstiópa. Enginn nær í gegn án almannatengla.
Þessir spunameistarar nýta sér samfélagsmiðla óspart til að þyrla upp einhverjum sensationalisma sem undantekningalítið ratar þaðan óbeint í "fréttir".
Rest eru svo fréttir og fréttaskýringar með hlutrægum sjónarhornum þess réttrúnaðar sem ríkir á fréttastofum eða er háður sannfæringu fjölmiðlaeigenda. Þar er jafnhliða sjálfsagt að gera þá sem eru annarar sannfæringar tortryggilega og stimpla sem öfgamenn, popúlista eða lítillækka þá.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2018 kl. 03:05
Þakka þér skeleggt og gott innslag, Jón Ateinar.
Halldór Egill Guðnason, 2.10.2018 kl. 03:49
Jón Steinar átti þetta að vera, en tíu þumalfingur gera manni erfitt fyrir á örlitlu takkaborði.
Halldór Egill Guðnason, 2.10.2018 kl. 03:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.