Styrmir ansi góður.

 Mikið getur tuðarinn tekið undir orð Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Utanríkis"þjónustan" kostar ekki einungis of mikið, heldur er stór hluti hennar algerlega óþarfur. Milljörðum er sóað í þessa vitleysu ár hvert og kostnaðurinn virðist aukast, eftir því sem tækninni fleygir fram! Hvernig má þetta vera? Jú, embættismennirnir hafa yfirtekið ráðuneytin og ráðherraómyndirnar. "Já, Ráðherra" sjónvarpsþáttaröðin er ekki lengur grín, heldur rándýr staðreynd og hérlendir ráðherrar helsta aðhlátursefnið, án þess að "fatta" það.

 Íslenskir ráðherrar eru strengjastýrðir sprelligosar ráðuneytisstjóra og embættismannaklíku, sem á þann draum blautastan, að gerast bjúró, bjúró í bulluseli, undir seiðandi klámmyndamúsik og skattlausu "heaven".

 Vel til fundið hjá Styrmi að vekja máls á þessu. Maður sem hlustað er á. Ekki það að forysta sjálfstæðisflokksins hlusti, enda svínbeygð á spena svokallaðra "samstarfsmanna" sinna.

 Svei þessum dúkkulísum, en húrra fyrir Styrmi.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Vill loka íslenskum sendiráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sammála Styrmi aldrei þessu vant. 

Ragna Birgisdóttir, 22.7.2018 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband