Sýn þeirra "rétthugsandi og góðu".

 Alveg er það makalaust, hve "rétttrúnaðarliðið" kemst upp með að uppnefna þá sem eru á öndverðri skoðun við sig. Fasistar, rasistar, nasistar, kynþáttahatarar og ég veit ekki hvað, kemst þetta sjálfumglaða lið upp með að nefna þá sem ekki deila sömu skoðun og það.

 Stór hluti þessa fólks hefur lifibrauð sitt af því að þiggja laun úr hendi hins opinbera, það er alþýðu Íslands. Alþýðu sem, sem betur fer, hefur ýmsar skoðanir og sýn á líið. Alþýðu sem ætti að geta rökrætt um hin ýmsu mál án illinda, þá fólk er ekki sammála, án þess að uppnefna hvort annað. Upp er risin stétt einskisframleiðandi meðlagsþyggjenda af menntaelítustofni sem telur að hún geti hraunað, valtað og svívirt þá sem ekki hafa sömu skoðun að hún. 

 Aldrei hefur tuðarinn heyrt nafn þessarar konu svo mikið sem nefnt, en það er enginn mælikvarði, enda tuðarinn ekki langskólagenginn, menningarsinnaður eða hallur undir kjaftæði dusilmenna. Enn síður handhafi eins einasta opnbera "tékka", sér til viðurværis hingað til.

 Sem algert ekkert, skil ég ekki hvers vegna það sé forsíðufrétt, þó einhver kerling skili orðu. Hún hefði átt að athuga sinn gang, áður en hún tók við henni. Liggur á henni í tvö ár en grípur tækifærið núna að skila henni? Sennilega farin að óttast um að gleymast og vantar athygli. "P. R. Stunt"

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.  


mbl.is Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Alveg rétt hjá þér. En til þess að fá fálkaorðuna þarf maður ekki að hafa afrekað eitthvað?

Aztec, 21.7.2018 kl. 01:31

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Svo virðist því miður ekki vera, Aztec góður.

Halldór Egill Guðnason, 21.7.2018 kl. 02:08

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir allt her ad ofan. Flestir sem hafa fengid

falkaorduna, hafa i flestum tilfellum fengid hana

fyrir ad sinna vinnunni sinni. Flest allir a styrkjum

og launum fra hinu opinbera. Glaesilegt ad ordu fyrir thad.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.7.2018 kl. 06:56

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Gott að hún skilaði henni. Hún átti hana hvorteð er ekki skilið.

Hörður Einarsson, 21.7.2018 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband