19.6.2018 | 01:08
Vargur í véum.
Sjálfstæðisflokkurinn á víst að vera sá flokkur hérlendur, sem samkvæmt stefnuskrá sinni hefur það að markmiði sínu umfram aðra flokka að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og þá einstaklinga sem landið byggja, óháð stétt og stöðu. Stétt með stétt. Frelsi einstaklingsins til athafna, dáða og sjálfsbjargar. Stefna sem hugnaðist mér snemma og hef aðhyllst í áratugi og mun gera þar til borinn til grafar, svo þver sem ég er. Enginn hefur knúið mig til fylgis við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þó deila megi um marga forystumenn hans og þeirra gjörðir í einstökum málum hafa þeir flestallir bara verið déskoti fínir þegar allt er dregið upp og saman tekið. En nú er orðin breyting á.
Meginstoð stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur verið mulin niður af aðilum sem flestir hefðu talið hvað ólíklegasta til þess verknaðar. Sjálf forysta flokksins og helstu forkólfar hafa svívirt stefnuna og samlanda sína með þeim hætti að vandséð er hvort þessum svikurum sé stætt lengur í stöðum sínum! Að svikarar helstir við stefnu Sjálfstæðisflokksins skuli vera núverandi formaður og meðreiðarsveinar hans er grátlegt upp á að horfa og Sjálfstæðisflokknum til háðungar og skammar.
Krata"kríp" hafa laumast á lymskulegan hátt með fagurgala og orðagjálfri í helstu stöður flokksins og auli eins og ég og fleiri höfum látið glepjast. Kosið þennan ófögnuð kosningar eftir kosningar en nú er eðli þessara óberma orðið opinbert mér til sárrar raunar.
Það er vargur í véum og tími til kominn að sannir Sjálfstæðismenn veiti þessum Trojuhestsfarþegum kratismans inn í Valhöll ærlega ráðningu. Valhöll var ekki byggð fyrir krata eða fullveldisafsalssinna. Hún bar byggð fyrir sjálfstæðismenn.
Burt með þetta hyski úr forystu Sjálfstæðisflokksins. Taki það ekki staf sinn og hatt hlýtur að vera jarðvegur til stofnunar sanns Sjálfstæðisflokks. Það ætti að vera auðvelt. Stefnan er skýr og löngu fram sett. Núverandi forysta er samsuða reglugerðaraðdáenda og undanlátssamra aula einhvers versta fyrirbæris sem fyrirfinnst í Evrópu þessi dægrin. Sjálfu Evrópusambandinu. Hvað veldur er erfitt að ímynda sér en sennilega voru kúlulánsdrottningarnar og prinsarnir fleiri en eitt eða tvö og nú skal endurgjalda eftirhrunsgreiðana sem veittir voru af Þistilfjarðarkúvendingnum og Gránu gömlu í reykfylltum herbergjum fárra manna funda. Húseignin Valhöll er eign Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eign formannsins og hans slektis.
Hræddur um að bylti sér nú í gröf undangengnir forystumenn flokksins sökum brygsla núverandi forystu við land og þjóð. Forysta flokksins er komin í ruslflokk hjá sönnum sjálfstæðismönnum og því ætti þverrandi fylgi ekki að koma á óvart. Fylgi sem enn mun þverra og að lokum tortíma flokknum sökum aumingjaskapar þeirrar forystu sem nú situr. Burt með hana alla eins og hún leggur sig. Að öðrum kosti mun flokkurinn hverfa eins og dögg fyrir sólu, eða björt framtíð.
Stórt fruss á núverndi forystu Sjálfstæðisflokksins en ekki stefnuna, sem er skýr.
Áfram Ísland!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Þetta skapar afleitt fordæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:44 | Facebook
Athugasemdir
Thetta er ekkert tud. Thetta er bara sannleikurinn eins og hann er
i dag. Burt med thetta iskalda-vafningalausa-icehot slekti.
Buid ad skemma nog.
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.6.2018 kl. 01:23
Nei,nei Halldór,þú ert eins og landsliðsþjálfari í fótbolta,tekur "centerinn"úr liðinu sem skorar ekki leik eftir leik,þótt hann sýni annars lipra takta.
Við höfum beðið frá ráninu mikla eftir sterkum röddum sem komast ekki að þar sem Evrusambandið ræður ríkjum.Meira að segja Hringbraut er farin að hneysklast á framferði DDRUV.varðandi yfirgang á auglýsingamarkaði í tengslum við HM.
Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2018 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.