19.4.2018 | 01:54
Tuttugu og eitt þúsund og sjö hundruð milljón krónur 00/100
Einhvern veginn svona hefði upphæðin verið tilgreind á ávísun hér í "den". Ávísunin annaðhvort stíluð á handhafa, eða nafn. Í báðum tilfellum þurfti sá er skipti ávísuninni að ábyrgjast hana með undirskrift sinni. Sá sem gaf hana út slapp svo lengi sem viðtakandinn staðfesti tékkann með undirskrift sinni. Væri ekki innistæða var viðtakandinn sá sem tapaði, hafandi skipt bleðlinum í banka með eigin vottun aftan á verðlausa pappírnum.
Hvers vegna tuðar tuðari um þetta? Jú, honum þykir það í meira lagi ótrúlegt að einhver geti gefið út ávísun með innistæðu fyrir þessari upphæð á innan við mánuði. Ekki síst í ljósi þess að sá sem ætlar að greiða tuttugu og eitt þúsund og sjö hundruð milljónir fyrir hlutina, er einn þeirra sem fremstir ganga gegn launauppbótum skrílsins, sem hjá honum vinnur.
Ekki laust við að óþægilegur hrollur fari um tuðarakvikyndið. Vona bara að Kristján framselji ekki tékkann, fyrr en hafa gengið fullkomlega úr skugga um að innistæðan sé næg. Veit hann gerir það og vonandi nær hann að skjóta sem flesta hvali í sumar. Ekki veitir af.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Kom gott tilboð sem við samþykktum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:52 | Facebook
Athugasemdir
Milljónir króna en ekki milljónir krónur.
Hvalirnir munu lifa Kristján Loftsson af en ekki öfugt.
Og þurfa ekki að skjóta karlinn Skræk, sem ekki fer með peningana í gröfina.
Nema hann þykist vera ódauðlegur eins og faraó.
Og hefur væntanlega tekið þátt í að arðræna verkalýðinn.
Þorsteinn Briem, 19.4.2018 kl. 03:25
Milljón krónur, afsakaðu Steini. Þannig væri tékkinn rétt út fylltur.
Halldór Egill Guðnason, 19.4.2018 kl. 05:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.