12.4.2018 | 03:09
Nokkuð þéttur, Elliði.
Gott útspil hjá Elliða. "Viljið þig mig, eða ekki" og verður spennandi að fylgjast með. Gangi Elliða allt í haginn, sem og öllum Eyjamönnum. Vestmannaeyingar eiga völina, sem og kvölina, eftir því hvernig á það er litið.
Svona fréttir kveikja í kjósendum og gera þá virka í umræðum, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í þessu máli skipta skoðanakannanir (sá andskotans dragbýtur) engu máli. Hér er tekist á um menn og málefni, sem er gott. Núverandi fulltrúi og leiðtogi setur tóninn. Bæjarbúar fá að reyna á hugarafl sitt og geta sagt.: Fari allar skoðanakannanir og ömurlegir fjölmiðlar til fjandans!
Nú skal tekist á um málefni, frammistöðu og verk þeirra, sem haft hafa umsjón með samfélagi okkar. Líkar okkur það og viljum áfram treysta sama fólki, eða skal stokkað upp og gefið á ný?
Tíminn einn, leiðir það í ljós.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Elliði skipar fimmta sæti í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.