Reiknið út sjálf!

 Tuðarakvikyndið er nú ekki mikill reiknihaus. Eftir lestur þessarar "fréttar" og samlagningu á þeim tölum, sem í henni eru á borð borin, get ég ekki með nokkru móti fengið þetta til að stemma og á ég þó fimmtán stafa reiknivél. Vel má vera að þar sé fákunnáttu minni um að kenna, en reiknivélin mín getur með engu móti fengið sömu tölur út úr tilkynningunni og getið er um í þessari falsfrétt. Falsfrétt segi ég, því þetta er fréttatilkynning! Þetta er fréttatilkynning frá Landsvirkjun. Amlóðarnir, sem telja sig fréttamenn á mbl.is eru ekkifréttamenn. Þeir eru ..tja, ég veit ekki hvað. Hélt að ritstjórinn, sem er snilldarlega máli farinn og stórkostlegur penni, gerði meiri kröfur til undirsáta sinna. Þetta er jú Morgunblaðið, ekki satt?

 Arðgreiðslugeta æ semsagt að aukast um þvílíkar stjarnfræðilegar upphæðir fram til ársins 2026, að nánast engin dæmi séu fyrir slíku uppgripi í hérlendri sögu. Ekki ein einasta vetrarvertíð, í sögu hérlends sjávarútvegs, hefur skilað þvílíkum arðgreiðslum, eða uppgripi, á svo skömmum tíma.

 Landsvirkjun greiðir u.þ.b. 1,5 milljarða í arð á ári til Okkar, síðastliðin þrjú ár. Hún lofar hinsvegar að  þessar greiðslur muni allt að því HUNDRAÐFALDAST! á árunum 2020 til 2026! þar sem fjárhagslegur styrkur fyrirtækisins hefur aukist svo mikið, undanfarin ár?

 Ekkert er getið um í hverju sá styrkur felst.

 Niðurstaða auðvirðilegs tuðara og nöldurseggs er sú, að nú þegar hafi verið samið um sæstreng, með vitund stjórnvalda og að núverandi ríkisstjórn muni veita þriðja draslinu brautargengi, með aumingjaskap sínum! Þetta veit ríkisstjórnin, en enginn segir bofs.

 Svei ykkur landsölufjöndum!

 Engar kveðjur, með fýlu að sunna.

 


mbl.is Arðgreiðslur Landsvirkjunar standa í stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband