Hálfvitalegt nafn á Íslensku flugfélagi.

 "Air Iceland Connect" er eitthvert hálfvitalegasta nafn, sem gefið hefur verið Flugfélagi Íslands. Hallgerður Langbrók myndi fyrr drulla í langbrókina, láta taka sig fasta og varpa sér í dyflissu, en að láta neyða sig um borð í fararskjóta þessa vitleysisnafnsfélags. Útsýnið er stórkostlegt á öllum flugleiðum Flugfélags Íslands, þegar skyggnið er gott. Að ösla yfir það með þessu nafnsóbermi, er ekkert annað en léleg landkynning, útþynnt túristakjaftæðisbull og yfirgengileg móðgun við Hallgerði Langbrók!

 Með réttu ætti að svipta fyrirtækið rétti til allra nafngifta, sem tengjast Íslandi yfir höfuð, svo ömurlegt er þetta fáránlega nafn félagsins í dag. 

 Datt engum í "ónefnubrainlognsdeildinni" að halda sig við Faxana? 

 Þvílikt og annað eins klúður í nafngift er vandfundið og lýsir ótrúlega litlu hugmynda"flugi" hjá flugfélagi. Flugfélag án hugmyndaflugs, flýgur hvorki langt, né lengi.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Heillandi útsýni með Hallgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 10.4.2018 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband