5.4.2018 | 00:33
Göng, göng, göng!
Svo sárt sem það hljómar, mun Norræna hætta að sigla til Seyðisfjarðar, innan ekki svo langs tíma, við óbreyttar aðstæður. Það yrði þungur biti að kyngja fyrir Seyðisfjörð, þann fallega bæ og fólkið sem þar býr.
Allur sá búnaður og tæki, sem notuð voru við gerð Norðfjarðarganga áttu að rúlla áfram og halda áfram borun, yfir í Mjóafjörð og þaðan yfir í Seyðisfjörð! Langtímalausn, öllum til heilla. Þetta sáu ekki amlóðar þeir, sem stjórna þessu, frekar en fyrri daginn. Skammsýni og fávitahætti, þegar kemur að skynsamlegum framtíðarplönum, virðast hérlendum stjórnvöldum engin takmörk sett. Þvílíkur andskotans fávitaháttur, að jaðrar við lögbroti.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Björgunarsveitir aðstoða ökumenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.