Sýnið okkur byggð hús !

 50 hús á "teikniborðinu" hljómar klént og dulítið þvælt.  Ætla rétt að vona að Skeiða og Gnúpverjar séu ekki að fara að taka "dagsholumar" á þetta. 

 Byggja fyrst, þenja sig síðan. Það er málið. Gangi ykkur vel.

 Góðar stundir, með kveðju að sunan.


mbl.is 50 íbúðir á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

 

Steini Briem8.10.2016:

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er nú verið að byggja eða nýbúið að byggja þessar
1.310 íbúðir og reyndar fleiri:

Um 200 íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt,

Um 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti 7,

Um 140 íbúðir í Stakkholti,

Um 180 íbúðir í Mánatúni,

Um 80 íbúðir á Lindargötu 39 og Vatnsstíg 20-22,

Um 20 íbúðir á Lindargötu 28-32,

Um 90 íbúðir á Höfðatorgi,

Um 140 íbúðir á Lýsisreit við Grandaveg,

Um 20 íbúðir í Skipholti 11-13,

Um 70 íbúðir á Mýrargötu 26,

Um 80 íbúðir á Brynjureit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

Um 20 íbúðir á Hljómalindarreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

Um 70 íbúðir á Frakkastígsreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

Um 20 íbúðir á Tryggvagötu 13,

Um 80 íbúðir austan Tollhússins við Tryggvagötu.

Einnig verða til að mynda um 200 íbúðir á Barónsreitum, um 60 á Hverfisgötu 96 neðan við Laugaveg 77, um 20 á Frakkastíg 1, um 170 við Slippinn í Vesturbugt og um 170 í Austurhöfn við Hörpu.

Þar að auki verða til dæmis um 390 stúdenta- og starfsmannaíbúðir við Háskólann í Reykjavík, um 100 íbúðir við Stakkahlíð fyrir námsmenn og aldraða og um 80 íbúðir við Keilugranda í samstarfi KR og Búseta.

Og byggðar verða um 600 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu.

Alls verða því byggðar á næstunni að minnsta kosti 1.790 íbúðir í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar í viðbót við þær 1.310 íbúðir sem þar er verið að byggja eða nýbúið að byggja.

Samtals 3.100 íbúðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, til að mynda lúxusíbúðir, Búsetaíbúðir, íbúðir fyrir  ungt fólk og aldraða.

Frá því að ofangreint var ritað fyrir einungis einu og hálfu ári hafa fjölbýlishús risið til dæmis í Sóltúni, sem hér hafa ekki verið nefnd.

Og að sjálfsögðu er
einnig nýbúið að byggja og verið að byggja íbúðir austan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Nýjar þjónustuíbúðir í Sóltúni í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 6.4.2018 kl. 14:04

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þörfin vex hraðar en framboðið Steini. Þeir sem hamla framboðinu eru veruleikafyrrtir afglapar í 101. Það býr enginn í skipulögðu húsnæði, eða áætlunum um slíkt. Það má lengi skreyta sig með loforðum, en þvælan sem liggur á borðinu, í höfuðstað landsins, í húsnæðismálum, hlýtur að teljast alger geggjun, hjá flesu viti bornu fólki.

Halldór Egill Guðnason, 10.4.2018 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband