29.3.2018 | 00:26
Frétt, eða fréttatilkynning?
Svo virðist sem mbl.is taki við fréttatilkynningum fyrirtækja til birtingar, en troði þeim sem fréttum á forsíðu sína. Sennilega fylgir dávæn sporsla með, frá viðkomandi fyrirtæki, þekki ég rétt til í hérlendri auglýsingamennsku.
Þetta eru ömurleg vinnubrögð hjá fjölmiðli, ef ekki er tekið fram að um fréttatilkynningu sé að ræða, frá viðkomandi fyrirtæki.
Þetta er ekki frétt, þetta er fréttatilkynning! Lesendur geta með öngvu móti greint á milli lengur, hvað er frétt og hvað ekki. Það hlýtur að vera létt verk hjá viðskiptavaktinni á mbl.is að "vinna" sína "vinnu", þegar öllu er sturtað í fangið á þeim. "Copy paste" og málið er dautt. Fyllt upp í síðuna og allir sáttir, ekki satt? Fnykurinn af þessu heldur manni eins og mér í órafjarlægð frá því að trúa einu eða neinu á mbl.is lengur. Fantaléleg vinnbrögð gott fólk. Fanta, fanta, fantaléleg!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Steinþór Pálsson ráðinn til KPMG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2018 kl. 00:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.