Skoðanakannanaruglið hafið!

 Sem kjósandi, fer ég þess hér með á leit við fjölmiðla, að þeir láti mig í friði fyrir skoðanakönnunum. Ég veit að á þessa bón mína verður ekki fallist. Ekki nokkursstaðar. Ég veit það vegna þess, að hérlendir fjölmiðlar eru orðnir svo steingeldir af getuleysi og fréttaþurrð í samfélagi okkar, að þeirra helsta haldreipi fyrir kosningar, eru skoðanakannanir. Með skoðanakönnunum sleppa þeir nefnilega við að vinna vinnuna sína. Geta gripið niður í eitthvað, sem einhver annar hefur gert og gert það að sínu helsta viðfangsefni, að þvæla því fram og til baka fram að kosningum. Með þessu móti sleppa þeir við að "segja" hlutlausar fréttir. Svona eins og þegar jólin byrja í október í IKEA með geitinni.

 Hérlendir fjölmiðlar stimpla sig inn í sveitarstjórnarkosningarnar þetta árið, eins og áður,  sem geitarskrattinn í IKEA. 

 Kosningarnar, eins og jólin, koma óháð fréttamiðlum og þeim sem þar starfa. Það er hinsvegar óþarfi að eyðileggja hvorutveggja fyrir manni.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Meirihlutinn virðist ætla að halda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eina skoðanakönnun sem ég er forvitinn um að fá núna er hvort menn trúi eða trúi ekki því að Pútin hafi verið á bakvið eiturárásina í Salisbury.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2018 kl. 08:35

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Íslenskir fjölmiðlar munu ekki gera skoðanakönnun um það, Jón Steinar. Þeim er andskotans sama. Það er nefnilega svo þægilegt að geta "copy peistað" það sem aðrir hafa gert og telja okkur trú um að það sé "frétt". Fjölmiðill sem þekkir ekki muninn á Máritaníu og smáeyjunni Máritius, telst trauðla burðugur til skynsamlegra verka.

Halldór Egill Guðnason, 30.3.2018 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband