Draumur vopnaframleiðendanna.

 Það er skelfilegt að skoða þær myndir, sem fylgja þessari endursögn úr erlendum fjölmiðli, hver svo sem hann er, því augljóst er að hún er ekki unnin af fréttamanni mbl.is frá grunni.

 Rúmlega ígildi íslensku þjóðarinnar hefur verið tortímt í þessu brjálæði og menningarverðmæti og sögulegum mynjum eytt, til óbætanlegs skaða.

 Hinn almenni meðaljón harmar hörmungarnar, þó hann fái ekki nema brotabrot af upplýsingum um ástandið sökum ömurlegra fjölmiðla. Þó finnast menn og konur sem fagna þeim. Kætast við hvert ársfjórðungsuppgjör, yfir gróðanum. Eyða meiru fé í athvörf fyrir heimilislausa ketti en fólk, nema til að drepa það. Drekka sín rándýru vín á bestu veitingastöðum heims og eiga svo mikla peninga, að heil mannsævi dugar ekki til að eyða þeim, þó gjálífi væri stundað alla ævina. Hvaða varmenni ætli það séu nú? Jú, sori mannkyns. Ekki þeir sem taka þátt, ekki þeir sem verða fyrir áföllunum, ekki fórnarlömbin í hildarleikjunum. Hverjir þá? Jú, eigendur vopnaframleiðslufyrirtækjanna sem nú mala gull, sem aldrei fyrr. Fyrirtækja og samsteypa sem nærast á ófriði og hörmungum órekjanlegra og ómerkilegra fórnarlamba. Eftir því sem fórnarlömbunum fjölgar, ófriðurinn dregst á langinn, dofnar umræðan, þökk sé ömurlegum fjölmiðlum og þetta sorapakk auðgast meir og meir, með hverri konu, karli, gamalmenni og síðast en ekki síst barni, sem drepið er með framleiðslu þessara dusilmenna. Með auðæfum sínum hefur þeim tekist í langan tíma að stjórna atburðarás heimsmálanna. Jafnvel getað pantað stríð, ef svo ber undir. Þessi viðbjóður hefur á sínum snærum "lobbyista" á fjölmörgum þjóðþingum "hins frjálsa heims", sem ávallt telur sig þess umkominn að ákvarða örlög þjóða í nafni "frelsis" eða baráttunni gegn hryðjuverkum.

 Það er umhugsunarefni fyrir hvern hugsandi einstakling, hvers vegna þessu skólpi mannlegrar tilveru, hefur tekist þetta í svo langan tíma. 

 Fjölmiðlar eru einnig hluti vandans, því þar á bæ virðist metnaður og sjálfsvirðing horfin. Hvað veldur er erfitt að segja til um. Eignarhald fjölmiðla spilar þar eflaust einhverja rullu, en hversu ömurlegir geta svokallaðir frétta og blaðasnápar orðið, sem telja það upplýsingaflæði að endursegja þvæluna, hver eftir öðrum, án nokkurrar athugunar eða gagnaleitar, frétt?

 Góðar stundir, með sorgarkveðju að sunnan.


mbl.is Hamfarakennd eyðilegging (myndir)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Alveg sammála að fjölmiðlar eru vandamálið.

Þegar ég þarf, að vaða í gegnum "ruslið" í Rússneskum fjölmiðlum til að finna einhverja krítík á vestræn viðhorf, pólitík og stefnu.  Þá er í óefni komið ... þetta er Vandamál Evrópu. Fólk hér, eru fasistar og skilur það ekki sjálft. Það hlustar á sjálft sig í sturtunni, og heldur að það hefur rétt fyrir sér.  Skemmtilegasta dæmið er rifrildi sem varð hér, útaf enska orðinu "Queue" ... hér, í Svíþjóð, eru þeir svo menntaðir í ensku að þeir halda að "Jail" sé enska, og vita ekki hversu mörg "syllables" eru í orðinu "Queue", en þrákalkas við að bera orðið "rangt" fram, á Snobbaðri breskri-ensku sem "kjú".

Fjölmiðlar á Íslandi og annars staðar á Vesturlöndum, er sama vandamálið. Hér er bara "trúað" og staðreyndir, að það var á ábyrgð skæruliða að koma almenningi burt af stríðandi svæðum, er ekki rætt. Heldur er það varið, að þessir aðilar noti sér konur og börn sem skildi.

Hverki er krítisk hugsun, eða málinn skoðuð frá fleiri en einu sjónarhorni.

Örn Einar Hansen, 16.3.2018 kl. 06:41

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ein af orsökum stríðanna í Mið Austur löndum.

 2017-04-09-oliuleiðslur frá mið-austur-londum

Egilsstaðir, 16.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson, 16.3.2018 kl. 08:48

3 Smámynd: Snorri Hansson

https://www.youtube.com/watch?v=9RC1Mepk_Sw

Hér er viðtal aldarinar við Wesley Clark fv. hershöfðingja.

Ég hugsa alltaf um þessi mál útfrá þessu viðtali.Innhald þess var í mörgum fyrirlestra hans og í bók sem hann skrifaði

Snorri Hansson, 16.3.2018 kl. 16:33

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka innlitin, Bjarne, Jónas og Snorri. Deili þeirri upplifun þinni Snorri, að þetta viðtal hefur valdið mér ugg um langa hríð. Þegar kortið með viðtalinu er skoðað, nú einhverjum árum síðar, er ógnvænlegt hve ummæli hans hafa nánast öll gengið eftir. Haldi áfram sem horfir, eru myrkir tímar framundan, nema hjá vopnaframleiðendum, að sjálfsögðu.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2018 kl. 22:11

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þessi frétt tolldi inni á síðu mbl.is í mjög skamman tíma. Hvað ætli hafi valdið?

Halldór Egill Guðnason, 23.3.2018 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband