Veruleikafirrtur Samfylkingarleiðtogi.

 Málflutningur Loga er með slíkum eindæmum, að engu tali tekur. Annar eins bjálfamálflutningur hefur ekki heyrst úr sölum Alþingis í mörg ár.

 Kreistum útgerðina til andakotans. Látum þessa andskota blæða. Rukkum þá helst um fleiri krónur en þeir afla, en viðhöldum byggð í landinu samhliða.

 Þvílikur málflutningur! Þvílík gargandi snilld í hagfræði! Þvílíkur andskotans vitleysisgangur! Þvílíkur foringi! Þvílík reiknisnilld! Þvílíkt og annað eins andskotans rugl, úr einum túla!

 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Kaldar kveðjur frá formanni Samfylkingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna ert þú eins og Ásmundur að snúa út úr því sem Logi segir. Hann er að tala um eðlilegt gjald sem útgerðir landsins almennt beri til að tryggja þjóðinni eðilegan arð af auðlind sinni. Það er ekkert að því að þau útgerðafyrirtæki sem ekki eru nægjanlega vel rekin til að geta greitt eðlilegt gjald til þjóðarinnar fyrir afnot af auðlind hennar fari á hausinn. Það þá aðrir sem betur eru til þess fallnir að reka útgerð sem taka við þeirra veiðiheimildum. Ef við ætlum að lækka veiðigjöldin það mikið að ekkert útgerðarfyrrtæki þurfi að hætta rekstri þá fer það að lokum niður í ekki neitt þó megin þorri útgerðarfyrirtækja seú rekin með bullandi hagnaði.

Þetta er sama lögmál og með skatta (veiðigjöld eru gjöld fyrir afnot af auðlind en ekki skattur) í hvaða atvinnugrein sem er. Ef við ætlum að lækka þá það mikið að ekkert fyrirtæki þurfi að  hætta rekstri þá endum við með þá í núlli því það eru alltaf einhver fyrirtæki sem rúlla yfir um.

Það að þeir sem ekki eru færir um að reka fyrirtæki neyðust á endanum til að hætta rekstri er einfalelga það sem þarf til að vera með heilbrygt atvinnulíf.

Sigurður M Grétarsson, 25.1.2018 kl. 09:10

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Veidigjoldin a semsagt ad nota til ad drepa nidur minnstu utgerdirnar, svo thaer staerri geti sogad til sin allan kvotann, Sigurdur? Thetta er svo gjorsamlega galin  hagfraedi, enda runnin undan rifjum krata og komma, sem litid virdast botna i thvi, hvernig edlilegur rekstur gengur fyrir sig. Samkvaemt ykkar teoriu aetti rikisutvarpid sennilega ad vera thad fyrsta sem sett verdur a hausinn, eda hvad?

Halldór Egill Guðnason, 25.1.2018 kl. 14:03

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekkert samasemmerki milli stærðar útgerða og því hversu vel þær eru reknar. Ef minni útgerðirnar eru erfiðari rekstrareining þá getum við látið veiðigjaldið hækka þegar heildarkvóti tiltekinnar útgerðar fer yfir ákveðin tonnafjölda þannig að stærri útgerðirnar þurfi að meðaltali að greiða hærra gjald á hvert tonn. Þetta þarf því ekki að leiða til þess að kvótinn safnist áfærri hendur heldur að þeir sem ekki kunni að reka útgerð fari þá að gera eitthvað annað. Þannig er þetta í öllum atvinnurekstri og það gilda ekki önnur lögmál í útgerð. Síðan er hægt að vera með byggðarkvóta til byggða sem hafa farið illa út úr kvótakerfinu sem þær byggðir geta þá nýtt sér til að fá útgerðir til að landa hjá sér án þess að þurfa að greiða kvóta af þeim veiðum og þannig haldið atvinnuleysi í brothættum byggðum niðri. Það að innheimta veiðigjöld og tryggja atvinnu um allt land þurfa ekki að vera andstæð markmið.

Sigurður M Grétarsson, 25.1.2018 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband