19.1.2018 | 20:40
Skipulagsnefndin tvöföld í roðinu.
Það er undarlegt að lesa um það, að skipulagsnefnd Mosfellsbæjar lýsi yfir áhyggjum, vegna stækkunar athafnasvæðisins að Esjumelum.
Þessi sama nefnd gaf nýverið leyfi til að Reykjabúið, sem staðsett er í ört vaxandi íbúðabyggð, tvö eða þrefaldaði framleiðslu sína, með því að reisa tvö alifuglahús til viðbótar að búinu. Það leyfi rann í gegn eins og heitur hnífur gegnum smjör. Á einhvern óskiljanlegan hátt komust þau sem umhverfismatið unnu t.a.m. að því að þó fuglunum fjölgaði um einhver hundruð prósenta, yrði óveruleg aukning á skít sem frá búinu kemur! Hvernig hægt er að fá það út, er með öllu óskiljanlegt og til háðungar þeim, sem matið unnu.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar til upplýsingar, drulla fimm þúsund fuglar hundrað prósent meira en tvö þúsund og fimm hundruð. Nefndinni væri nær að líta sér nær og huga frekar að því sem um er að vera innanbæjar, áður en farið er að gaspra yfir til annara sveitarfélaga.
Að mati tuðarans er stækkun fuglabúsins alger tímaskekkja, ef ekki umhverfisslys og skipulagsnefnd Mosfellsbæjar til ævarandi vansa og skammar. Skipulagsmál í Mosfellsbæ eru annars með þeim hætti í dag og hafa verið um allnokkurt skeið, að full ástæða er til að fá hlutlausan aðila til að gera úttekt á þeim. Við það kæmi án efa ýmislegt klístrað í ljós, sem lítið er talað um dags daglega.
Fruss á skipulagsnefnd Mosfellsbæjar!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Mótmæla mengandi iðnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.