Auðlindir og auðlindagjald.

 Sjávarútvegurinn er eina atvinnugrein Íslands, sem greiðir auðlindagjald af starfsemi sinni. Hvorki ferðaþjónustuaðilar, norðurljósaseljendur, málmverksmiðjur, eða aðrir, sem gera sér sameign þjóðarinnar að féþúfu, er gert að greiða auðlindagjald.

 Hvað ætli valdi því?

 Sennilega er öfund og málefnaþurrð öfundarafla, kratískra og sósíalískra, sem dreymir um jafnaðaraumingjagang til handa alls landslýðs, undir sívakandi og alltumlykjandi yfirstjórn embættismanna og ríkisvalds, helsta skýringin, að mínu mati. Ef þér gengur vel, skaltu fá að blæða fyrir, andskotinn þinn. Allir skulu hafa það jafnskítt, á meðan "elítan" fitnar og dafnar á endalausum áróðri um meðalmennskuþjóðfélag, þar sem frumkvæði og dugnaður er dauðasök og skal skattlögð til andskotans. 

 "Allur fiskur á markað" er einn frasinn, sem bylur á samfélaginu í umræðu um fiskveiðistjórnun og "þjófnað kvótagreifanna" á "sameign þjóðarinnar". Frasi sem notaður er jafnoft orðið og "innviðir" í þeirri ömurlegu kosningabaráttu, sem nú ríður röftum, næstum þremur árum fyrr en hefði átt að vera, því dúkkulísur úr ranni gnarrsins fannst að sér vegið og fóru í fýlu. Gjörsamlega ótækt afl vælukjóa og kverúlanta sjálfselskunnar. Kvótakerfið er fjarri því fullkomið og margt sem þar má betur fara. Það má nánast endalaust gera betur, en það má ekki draga úr löngun manna og kvenna, að gera betur. Þeir sem ætla sér hinsvegar að starfa þar, þurfa öryggi. Hvaða vit er í því að fjárfesta eitt ár fram í tímann? Það gerir ekki ein einasta viti borin manneskja. "Allur fiskur á markað", er rugl. Til að veiða fisk, þarf skip. Skip eru ekki ódýr. Það kaupir enginn skip, eða leggur fjármuni sína í fiskvinnslu, með eins árs plan í farteskinu, því allt skal ávallt "á markað". Er ekki frjáls markaður eitur í beinum krata og komma? Hvers vegna í ósköpunum er fiskurinn það eina sem skal á markað? Er náttúra og víðlendur Íslnds ekki sameign þjóðarinnar? Helsti vaxtarbroddurinn í uppgangnum, ásamt makrílnum. Hvers vegna í ósköpunum eru náttúrusölumönnum ekki gert að greiða auðlindaskatt af sinni starfsemi og það strax? 

 Þetta skilja ekki sósíalistar og kratar, enda skilja þeir ekki hagfræði 101. Hagfræði 101 er nefnilega það sem vantar í kratískan og sósíalískan hugsunarhátt og gerir krata og komma að krötum og kommum. Til að geta eytt peningum, þarf fyrst að afla þeirra. Er hægt að orða þetta skýrar? Af einhverjum ástæðum skilja kratar og kommar þetta aldrei og það gerir þá að því sem þeir eru. Vilja allt, án þess avo mikið sem hugsa til þess, hvaðan allt kemur.

 Þegar fjármagn þrýtur, verður ekki endalaust hægt að prenta peningaseðla. Það kerfi fellur að lokum inn í vakúm, sem endar á sama hátt og kommúnisminn og nú síðast, kratisminn, í ömurlegu embættis og valdsmannskerfi Evræpusambandsins, sem eru á sama "level"og Sovétríkin og Venezúela.

 Að á Íslandi skuli enn finnast fólk, sem dreymir um fullveldisafsal til blýantsnagara í Brussel, því draumur þeirra eru feitir bitlingar og skattfrjáls laun, við blýantsnag, er ömurlegt. Aumustu drullusokkar lýðveldisins, sem sumir hverjir fengu jafnvel afskrifaðar skuldir, sem námu árslaunum þrjú hundruð verkamanna, þykjast nú þess umkomin að ætla að "redda" málunum, með annara manna peningum.........aftur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband