Lýðræðisaukning?

 Er það lýðræðisaukning að einungis þurfi þrjá fimmtu þingmanna og 25% þjóðarinnar, til að samþykkja Stjórnarskrárbreytingu? Allt á einu þingi?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Hótaði að taka þingið í gíslingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tillagan gerir ekki ráð fyrir auknum meirihluta heldur einföldum. En væntanlega má kalla það lýðræðisaukningu að gera kjósendum kleift að taka afstöðu til breytinga á stjórnarskrá með beinum hætti frekar en óbeinum í gegnum kosningar til Alþingis, svo þeir geti einbeitt sér að því að taka afstöðu til sjálfrar breytingarinnar frekar en að það sé spyrt saman við afstöðu til stjórnmálaflokka eins og hefur verið hingað til.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2017 kl. 16:14

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Meirihluta hvers Guðmundur? Stjórn sem valin er, þarf ekki endilega að spegla þjóðarvilja. Þetta snýst um að fá meirihluta landsmanna til að kjósa. Þegar minnihlutinn kýs um eitthvað, er ekkert að marka. Í Argentínu er fólk skikkað til að kjósa. Þú ert sektaður, ef þú ekki kýst. Hafirðu ekki kosið, færðu ekki að ferðast. Argentína er talin bananalýðveldi.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2017 kl. 00:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góð spurning.

Hvað ef enginn myndi mæta á kjörstað? Hvað þá?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2017 kl. 01:11

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Engir túristar frá Argentínu.;-)

Halldór Egill Guðnason, 4.10.2017 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband