Örfáar raddir fólksins vilja nýja stjórnarskrá strax!

 Það ber að virða skoðanir allra. Þeir sem hæst tala um nýja stjórnarskrá, ættu af og til að útlista frekar, fyrir okkur hinum sem enga rödd virðumst hafa, hvað er svona slæmt við núverandi stjórnarskrá, að það þurfi hreinlega að henda henni allri. Nýja Stjórnarskrá, Nýja stjórnarskrá og það strax! 

 Eflaust er eitt og annað í Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, sem má laga, en er það ekki eitthvað sem stjórnvöld á hverjum tíma ættu að skoða og meta, eftir þvi sem aðstæður krefjast?

 Hvað er það nákvæmlega, sem er svo aðkallandi á þessum tímapunkti, að umbylta þurfi, eða jafnvel láta hverfa, núverandi Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands?

 Væri fróðlegt að heyra frá "Röddum Fólksins" hvað það er nákvæmlega.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Raddir fólksins“ á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

"Raddir fólksins"...!!!

Algjörlega misnotað orða samhengi.

Undanteknigalaust, notað af fólki í minnihluta,

sem ávallt telur sig vera í meirihluta.

Svo er nú það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.9.2017 kl. 23:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta eru ýmist þeir örfáu evrópusinnar sem eftir eru eða nytsamir sakleysingjar, sem eru bunir að gleyma af hverju og til hvers þetta stjórnarskrármál byrjaði í upphafi.

Hér er upprifjun:

http://www.visir.is/g/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2017 kl. 00:33

3 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

36,77% þjóðarinn mætti og kaus um nýja stjórnarskrá, það eru ekki örfáar raddir.

Það hefur margkomið fram hverjir eru annmarkar núverandi stjórnarskrár, t.d. skýrleiki á eignahaldi á auðlindum Íslands, vægi hvers atkvæðis í kosningum, einföldun á þjóðaratkvæðagreiðslum og fl.

Mætti ekki spyrja á móti hvað það er í nýju stjórnarskránni sem veldur því að ákveðnir stjórnmálamenn berjast með kjafti og klóm gegn því að þetta mál komist á dagskrá?

Snorri Arnar Þórisson, 24.9.2017 kl. 10:59

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Snorri Arnar, LEIÐRÉTTING ÞAÐ VORU 36,77% ÞEIRRA SEM MÆTTU Á KJÖRSTAÐ AF EINHVERRI SVO SLAPPRI KOSNINGAÞÁTTTÖKU AÐ ÚRSLITIN ÞÓTTU ENGAN VEGIN MARKTÆK.  ÞARNA SANNAR ÞÚ HVERNIG ER HÆGT AÐ NOTA TÖLFRÆÐI VIÐ AÐ LJÚGA.  ÞAÐ ER SAGT AÐ TIL SÉU ÞRJÁR TEGUNDIR AF LYGI: ÞAÐ ER LYGI, HAUGALYGI OG TÖLFRÆÐI......

Jóhann Elíasson, 24.9.2017 kl. 12:26

5 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Jóhann.

Þú veist mæta vel að þeir sem mættu á kjörstað eru þeir sem hafa skoðun á málinu og tæp 37% er ekki örfáir.

En í stað þess að öskra hér einhverja lygi lygi, segðu mér afhverju þú vilt ekki nýja stjórnarskrá?

Og bentu á atriðin sem þér finnst ekki í lagi...

Snorri Arnar Þórisson, 24.9.2017 kl. 12:59

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Snorri Arnar, það eru engin takmörk fyrir því hvað þú sýnir landsmönnum mikla lítilsvirðingu. Kannski var ástæðan fyrir lítilli kjörsókn sú að mönnum fannst engin ástæða til að breyta stjórnarskránni? ÞAÐ ER ÓSKÖP EINFALT "ÞAÐ ER FULLKOMLEGA Í LAGI MEÐ ÞÁ STJÓRNARSKRÁ SEM VIÐ ERUM MEÐ Í DAG".  Að því sögðu þarf ég EKKI að benda á það sem er ekki í lagi.  Tæp 37% af 27% eru alls ekki margir.  Eins og ég sagði áðan skalt ekki reyna að ljúga með tölfræði.  Svo skaltu segja af hverju þér er svona umhugað um að fá nýja stjórnaskrá?  Er það vegna þess að þú átt erfitt með að hugsa sjálfstætt og einhver sagði þér að við þyrftum nauðsynlega á nýrri stjórnarskrá að halda?????

Jóhann Elíasson, 24.9.2017 kl. 13:20

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Snorri. Af þeim sem nenntu að mæta (lélegasta kjörsókn sögunnar) þá sögðu 31% nei við fyrstu spurningunni. Það þýðir að 10% þjóðarinnar liggja að baki þessum úrslitum.

Segðu menn nei við henni þá var allt annað á eftir ógilt. 

Í þessum 6 spurningum, var ekki minnst á mikilvægasta lykilatriðið í nýrri stjórnarskrá, en það var framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana.

Hér eru Spurningarnar um stjórnarskrá sem innihélt 111 liði.

1.Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

--------------------------

Með hliðsjón af því að þetta stjórnarskrármál átti sér upphaf í áætlun bráðabirgðarstjórnar 2009 að komast inn í Evrópusambandið,(sjá hlekk í fyrri athugasemd minni) þá sést hverskonar blekkingaleikur var í gangi.

 

vinna stjórnlagaráðs var ekki meiri grasrotarvinna en svo að því var sett fyrir fyrirfram um hvað skyldi taka í gegn í lögum um Stjórnlagaþing.

Þar voru 8 atriði sett fram. Hér eru þau og taktu eftir lið 7, sem menn kusumað koma sér hjá að kjosa um. Þ.e. Grundvallargrein um sjálfstæði landsins.

1.Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.

2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.

3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.

4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.

5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.

6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.

7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.

8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2017 kl. 15:44

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það verður ekki gengið í Evrópusambandið nema að breyttir stjórnarskrá og þá er helst að telja framsal ríkisvalds. Feneyjanefnd evrópusambandsins dæmdi stjórnarskrárdrögin ónothæf í þessum tilgangi 2013 vegna of margra fyrirvara á framsali. Þar með féllu bæði umsóknin og stjörnarskrármálið á sama tíma.

Nú er engin áhersla á að endurvekja ESB umsóknina af skiljanlegum ástæðum. Þess í stað er öll áherslan á stjornarskrarlyðskruminu. Það er frumskilyrði fyrir endurvakningu umsóknar.

Evrópusambandið var ráðgefandi i stjórnarskrármálinu frá lokum árs 2008 fram á 2013. Nú er spurning hvort sérð eitthvað eðlilegt við það að erlent ríkjasamband sé involverað í viðkvæmustu innanríkismál sjálfstæðrar þjóðar.

Skoðaðu endilega hlekkinn í fyrstu athugasemd minni til að fræðast um hvers vegna og hvenær stjórnarskrársirkusinn byrjaði.

Ef þú vilt þá get ég líka gefið þér hlekki á umsagnir og leiðbeiningar ESB í málinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2017 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband