Saklaus, uns sekt er sönnuð......eða?

 Hvað er að gerast, meðal fjölmiðlafólks á Íslandi?. Hefur fólk sem nú starfar á fjölmiðlum algerlega misst glóruna?. Ótal manneskjur eru boðaðar í alls kyns yfirheyrslur, ár hvert. Hvar á að draga mörkin um nafnaopinberanir?. Ekki ætlar Tuðarinn að hvítþvo afbrotamenn af misgjörðum sínum, eða jafnvel áður sönnuðum glæpum, þeim á hendur. Það er enginn sekur, fyrr en sekt er sönnuð!. Framsetning fjölmiðla og miskunnarleysi, er kemur að opinberun nafna þeirra sem kallaðir eru til yfirheyrslu, er ógnvekjandi. Fjölmiðlar ættu að stíga varlega til jarðar í umfjöllun sinni um þetta mál. Nú þegar virðast nógu margir hafa verið teknir af lífsleið sinni, sökum þess og því sem dómsvaldið að endingu ákvað, illu heilli byggt á vafasömum staðreyndum. Ákvað, sökum þrýstings, sem fjölmiðlar þess tíma settu á illa undirbúna Lögreglu, allt í nafni sölumennsku á ómerkilegum dagblaðasneplum, sem stjórnað var af misæstum ritstjórum og fréttasnauðum blaðamönnum, sem átu upp nánast allar kjaftasögur bæjarins, á þessum tíma og settu á prent. Ómar Ragnarsson lýsir vel skiljanlegum, blendnum tilfinningum, íbloggfærslu, þá er hann las sitt hvora útgáfuna í sjónvarpi allra landsmanna, á sínum tíma, með talsverðu millibili. Man hreinlega ekki, hvort Óli Blaðasali stóð enn á horninu, fyrir framan Reykjavíkurapótek á þessum tíma, en hafi hann gert það, hefur enginn fjölmiðill fullyrt fleiri útgáfur á harmleiknum. Hann seldi jú allt sem fékkst prentað. Fyrirsagnir selja, en fréttin á að fylgja sem frétt, en ekki fullyrðing. Þar falla nánast alli hérlendir "fréttasnápar"á prófinu. Gleyma sér í "sínu" og eru þar með "persona non grada" í fréttamennsku. Ódýr fréttamaður er verri en enginn. Enginn fréttamaður verður betri en allt. Fréttamenn eiga að flytja fréttir, en ekki búa þær ril.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 

 


mbl.is Stefán og Þórður hinir handteknu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband