14.3.2016 | 00:11
Innanflokkskosningakostnaður lækkaður um sjötíu og fimm prósent.
það skiptir litlu, innan hvaða stjórnmálahreyfingar verið er að kjósa í stöður. Kostnaður við slíkt framboð ætti ekki að vera nokkur, nema sá sem kostar að halda kosninguna. Hafi menn og konur ekki nægilegt fylgi, út á áru sína eða snilli í pólitík yfir höfuð, ná þau ekki kosningu. Get verið sammála Helga um þetta mál, því það er ólíðandi sð sá er mest hefur auravöldin hampi ávallt sigri. Nóg hefur brunnið af þeirri ástæðu fram að þessu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Lækka eyðsluþak á formannsframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En það er ekki nóg með auravöldin..??
Prófkjörineru sérsniðin til þess að halda inni forystunni
sem vinnur skítverk eigendanna.
Maður lærði það í skóla, að sá sem fékk flest
atkvæði,hann væri sigurverari. En, nei,nei. Ekki
þegar að kemur að þessum svokölluðum lýðræðiskosnignum
á Íslandi. Þá eru prófkjörin þannig sett upp, að þú verður að
bjóða þig fram í eitthvert sæti, má samt ekki vera
númer 1, vegna að það er frátekið fyrir formanninn.
Svo koma hin sætin á eftir sem flokkseigeindafélagið vill
hafa í réttri röð. Allt þetta prófkjörsrugl, er fyrsta stig
ólýðræðis á Íslandi.
199 atkvæði á bak við sig og situr á Alþingi Íslendinga
vegna einmitt þessa. SJS. Geri aðriðr betur.
Lýðræði hefur ekkert verið til á Íslandi, heldur fólki
talið trú um að svo sé.
Næsti forseti Íslands, mun verða með minna en 20%
á bak við sig, út af svo kolruglaðri kosningalöggjöf.
Ástæðan er sú, að gömlu eigendafélögin á Íslandi
hafa alltaf náð sínum völdum í skjóli þessa.
Prófkjörin eru bara staðfesting á því.
Ef lýðræði ætti að virka, þá þarf að skipta út öllu
embættismannaflórunni eins og leggur sig
þegar nýir aðilar komast til valda.
Þá fyrst myndu þeir sem kosnir eru þing og
stjórn, koma sínum loforðun í gegn.
Í dag sjá embættismenn, ráðuneytisstjórar,
og fleiri, til þess að mál sem þeim mislíkar,
daga ofan í skúffum, með afsökunum um að málið
eða tillagan, sé í einhverri meðferð.
Embættismenn á Íslandi er lán leysi þessarar
þjóðar. Á meðan æviráðnigar og ráðuneytis skipanir
til margra ára, halda áfram, mun ekkert breytast hér á landi.
Þetta er einmitt fólkið sem telur sig svo
mikilvægt, (æviráðning og fl.) að hið
smánárlega alþingi (með litlum staf), hefur
engva stjórn á því hvað þetta fólk gerir í skjóli
OHF og fleira.
ISAVIA og RUV eru bestu dæmin um algjörlega misheppnaða
nútímavæðingu. Þar stjórna embættismenn því sem þeim
líkar og langar til, og "Fuck you land og þjóð" því
það erum við sem ráðum.
Alþingi eða þjóð ræður engvu.
Sorglegt en satt.
Fyrirgefðu langlokuna Halldór.
Fannst bara að þetta þyrfti að koma fram.
Sigurður Kristján Hjaltested, 14.3.2016 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.