"Kauphöll"?

Kauphöll Íslands. Þetta er mikið nafn. Mætti ætla að þar rúlluðu þúsundir milljarða í gegn á ári hverju og á "gólfinu" stæðu sloppklæddir verðbréfahöndlarar, sem argandi og gargandi, böðuu út öllum öngum og fingrum í hita verðbréfakaupa og sölu. Sú er hinsvegar ekki raunin. Kauphöll Íslands leigir eina hæð í glerhúsi í Holtunum og þar vinnur enginn í slopp. Varla að heyrist þar nokkuð hljóð, enda umsvifin örlítil. Reyndar svo lítil, að varla tekur því að ræða þau. Ársveltan svipuð og á tveimur mínútum í alvöru kauphöllum, ef hún nær því þá. Rauðir dagar, grænir dagar og allskonar, rosalega mikið um vera, samt sem áður, ef marka má "markaðsfréttir". Í raun hefur þessi "Kauphöll" varla rétt á að kalla sig höll. Væri nær að nafninu yrði breytt í "Verðbréfastofan Wannabí" eða jafnvel "Íslenska Hlutabréfasetrið. Gott ef ekki"Íslenska Verð og Hlutabréfakotið" hentaði best. Það má síðan deila um það hvort króginn ætti að vera ehf, hf eða ohf. Hvert svo sem valið væri, ráðleggur tuðarinn engum almennum sparifjáreiganda að hætta sér inn fyrir dyr þessa óbermis, með fjármuni sína.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Annar rauður dagur í Kauphöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband